Fara í efni

Ársreikningar samþykktir. Stöðugleiki og batnandi afkoma einkennir rekstur bæjarins

Ársreikningur bæjarsjóðs fyrir árið 2003 var samþykktur í bæjarstjórn Seltjarnarness í gær. Niðurstöðutölur bera með sér að stöðugleiki ríkir í rekstri bæjarins og afkoma fer batnandi. Rekstrarniðurstaða bæjarsjóðs er í ágætu samræmi við fjárhagsáætlun, skuldir og skuldbindingar lækka og veltufjárhlutfall styrkist verulega.

SeltjarnarnesbærÁrsreikningur bæjarsjóðs fyrir árið 2003 var samþykktur í bæjarstjórn Seltjarnarness í gær. Niðurstöðutölur bera með sér að stöðugleiki ríkir í rekstri bæjarins og afkoma fer batnandi. Rekstrarniðurstaða bæjarsjóðs er í ágætu samræmi við fjárhagsáætlun, skuldir og skuldbindingar lækka og veltufjárhlutfall styrkist verulega.

Heildartekjur bæjarsjóðs og fyrirtækja árið 2003 námu tæpum 1.600 mkr. og voru ríflega 35 mkr. umfram áætlaðar tekjur ársins. Gjöld samstæðunnar reyndust einnig nokkuð hærri en áætlað var eða um 60 mkr. umfram fjárhagsáætlun sem skýrist fyrst og fremst af auknum og ófyrirséðum kostnaði á sviði fræðslumála, íþrótta- og æskulýðsmála og félagsþjónustu. Yfirstjórn bæjarins hefur lagt mikla áherslu á aukið kostnaðareftirlit sem skilaði nokkrum árangri á milli áranna 2002 og 2003 og virðast einnig ætla að stuðla að auknu aðhaldi í rekstri það sem af er þessu ári. Mikilvægt er að haldið sé áfram á sömu braut og bæjarstjórn styðji við slíkar aðgerðir stjórnenda.

Um 100 milljón króna viðsnúningur

Að teknu tilliti til afskrifta og fjármagnsliða styrkist rekstrarniðurstaða bæjarsjóðs sem og samstæðunnar í heild verulega á milli ára. Rekstrarhagnaður bæjarsjóðs árið 2002 nam um 27 mkr. en í ársreikningi 2003 er rekstrarhagnaður aðalsjóðs tæpar120 mkr. og hefur því hækkað um nær 100 mkr. á milli ára. Sambærilegur árangur náðist í rekstri samstæðunnar í heild. Samkvæmt ársreikningi 2002 varð um 63 mkr. tap á samanteknum rekstri Seltjarnarnesbæjar en á síðasta ári um 28 mkr. hagnaður sem þýðir viðsnúning upp á rúmlega 90 milljónir sem teljast verður góður árangur.

Veltufjárhlutfall bæjarsjóðs hefur sjaldan eða aldrei verið sterkara og styrkist um 80% á milli ára, vex úr 1,20 árið 2002 í 2,16 skv. ársreikningi 2003. Jafnframt hefur tekist að koma veltufjárhlutfalli samstæðunnar í gott horf, úr 0,87 í 1,2 sem er tæplega 40% styrking á greiðslustöðu bæjarins. Meginskýringin felst í skuldbreytingu óhagstæðra skammtímalána, aðhaldi í rekstri og bættum heimtum á tekjum bæjarins en markvisst var unnið að því á síðasta ári.

Skuldir lækka um tæp 5%

Efnahagur Seltjarnarnesbæjar er með ágætum. Eignir bæjarins aukast um 74 mkr. á milli ára, vaxa úr rúmum 2.408 mkr. árið í 2002 í 2.482 mkr. árið 2003. Eigið fé bæjarsjóðs hækkar um tæpar 120 mkr. milli ára og var um 1.543 mkr. í árslok 2003. Eigið fé bæjarsjóðs óx því um rúmlega 8%, sem merkir um 5% raunávöxtum eiginfjár þegar mið er tekið af verðbólgu síðasta árs. Eiginfjárhlutfall bæjarsjóðs í árslok var 62,1% en samstæðunnar 57,8%. % Jafnframt lækka skuldir og skuldbindingar bæjarsjóðs um rúmar 45 mkr. eða um 4,8% og skuldir skuldir í samstæðureikningi lækka um tæpa 30 mkr.




Loka
Var efnið á síðunni hjálplegt?