Fara í efni

Árshátíð Seltjarnarness 

Starfsmenn Seltjarnarnesbæjar héldu upp á árshátíð bæjarins 11. október í íþróttasal Gróttu á fjörutíu ára afmæli bæjarins.
Páll Óskar Hjálmtýsson

Starfsmenn Seltjarnarnesbæjar héldu upp á árshátíð bæjarins 11. október í íþróttasal Gróttu á fjörutíu ára afmæli bæjarins. Aldrei hafa eins margir starfsmenn fjölmennt á árshátíðna en þeir voru tæp fjögurhundruð með mökum. Árshátíðin gekk vel fyrir sig, 


Páll Óskar var með dansatriði og þeytti skífum en veislustjórn var í höndum fyrrum Seltirningsins Atla Þórs Albertssonar. Bæjarlistamaðurinn Ari Bragi Kárason sá um lifandi tónlistarflutning í upphafi hátíðarinnar. Að þessu sinni leitaði Seltjarnarnesbær eftir samstarfi við Gróttu vegna uppsetningar árshátíðarinnar og þótti hún heppnast með eindæmum vel.

Ásgerður Halldórsdóttir bæjarstjóri veitti starfsmönnum sem starfað hafa hjá bænum í 15 og 25 ár starfsviðurkenningu samkvæmt reglum bæjarins um starfsafmæli og starfslok.

Alls voru 11 starfsviðurkenningar veittar sem féllu í skaut eftirtaldra:
Starfsviðurkenningar 2014Rakel Óskarsdóttir Grunnskóli 15 ár
Fanney Rúnarsdóttir Grunnskóli 15 ár
Hafsteinn Jónsson Grunnskóli 15 ár
Kristín Lárusdóttir Grunnskóli 15 ár
Ólína Erla Erlendsdóttir Grunnskóli 15 ár
Auður Daníelsdóttir Bæjarskrifstofa 15 ár
Helga Þórarinsdóttir Tónlistarskóli 15 ár
Lovísa Fjeldsted Tónlistarskóli 15 ár
Ingólfur Klausen Sundlaug 15 ár
Ágúst Ingi Ágústsson Íþróttamiðstöð 25 ár
Sonja Jónasdóttir Leikskóli 25 ár

Á meðfylgjandi mynd, sem tekin er undir bleiku ljósi á árshátíðarsviðinu, er hluti þeirra starfsmanna sem hlaut starfsviðurkenningu.

Loka
Var efnið á síðunni hjálplegt?