Fara í efni

Áramótabrennu á Valhúsahæð aflýst

Í ljósi óvissu um sóttvarnarregur og samkomutakmarkanir vegna Covid-19 hefur bæjarstjórn Seltjarnarnesbæjar ákveðið halda ekki áramótabrennu í ár.

Í ljósi þeirrar stöðu sem uppi er í þjóðfélaginu vegna Covid-19 og þeirrar óvissu sem ríkir um sóttvarnarreglur og samkomutakmarkanir um hátíðirnar hefur bæjarstjórn Seltjarnarnesbæjar ákveðið að halda ekki áramótabrennu í ár. Áramótabrennur draga að sér fjölda fólks og vill sveitarfélagið sýna ábyrgð í verki og aflýsa því áramótabrennunni á Valhúsahæð á gamlárskvöld. Í stað flugeldakaupa verður Björgunarsveitin Ársæll styrkt um andvirði hefðbundinnar flugeldasýningar sem Seltjarnarnesbær hefur staðið fyrir við áramótabrennuna í venjulegu árferði.

Áramótabrenna




Loka
Var efnið á síðunni hjálplegt?