Fara í efni

Allt starfsfólk Seltjarnarnesbæjar fær 120.000 króna eingreiðslu þann 1. maí nk.

Fjárhags- og launanefnd samþykkti á dögunum tillögu bæjarstjóra um sérstaka launauppbót til starfsfólks bæjarins.

Fjárhags- og launanefnd samþykkti á dögunum tillögu bæjarstjóra um sérstaka launauppbót til starfsfólks bæjarins. Öllu starfsfólki að bæjarstjóra undanskildum verður greidd 120.000 króna eingreiðsla. Greiðslan sem tekur mið af starfshlutfalli og verður greidd út á degi verkalýðsins þann 1. maí næstkomandi.

Að sögn Jónmundar Guðmarssonar, bæjarstjóra miðar aðgerð þessi að því að tryggja stöðugleika í starfsmannahaldi bæjarins á óróleikatímum á vinnumarkaði. “Bærinn vill með þessu umbuna starfsfólki sínu fyrir að viðhalda framúrskarandi þjónustu á stofnunum bæjarins við krefjandi aðstæður. Á sama tíma og mannekla og álag á mörgum stofnunum nágrannasveitarfélagana hefur komið niður á þjónustunni, einkanlega í leikskólum og grunnskólum, hafa starfsmenn hér staðið saman um að leysa málin frá degi til dags og án þess að ástandið hafi komið niður á bæjarbúum. Hér hefur skólum ekki verið lokað eða börn send heim og ég tel mikilvægt að slíkt sé metið.”

Síðastliðið haust var samþykkt að nýta heimild í kjarasamningi leikskólakennara um tímabundin viðbótarlaun vegna markaðsaðstæðna. Heimildin var nýtt til að bregðast við markaðsaðstæðum og vanda við mönnun leikskóla. Á sama tíma var leik- og grunnskólastjórum heimilað að greiða ófaglærðu starfsfólki yfirvinnu vegna tímabundinna aukinna verkefna og álags sem skapaðist í skólum vegna starfsmannaeklu. Í desember samþykkti bæjarstjórn einnig að greiða öllu starfsfólki bæjarins eingreiðslu að fjárhæð kr. 30.000 til að bregðast við aðstæðum á vinnumarkaði.




Loka
Var efnið á síðunni hjálplegt?