Fara í efni

Allir fá sumarvinnu á Seltjarnarnesi

Verið er að leggja lokahönd á ráðningu sumarstarfsfólks á Seltjarnarnesi. Eins og kunnugt er er Seltjarnarnesbær eina bæjarfélagið á höfuðborgarsvæðinu sem býður öllum námsmönnum, sem lokið hafa 8. bekk og hafa lögheimili á Seltjarnarnesi, sumarvinnu.

Ungmenni við bæjarhliðAllir fá sumarvinnu á Seltjarnarnesi

Verið er að leggja lokahönd á ráðningu sumarstarfsfólks á Seltjarnarnesi. Eins og kunnugt er er Seltjarnarnesbær eina bæjarfélagið á höfuðborgarsvæðinu sem býður öllum námsmönnum, sem lokið hafa 8. bekk og hafa lögheimili á Seltjarnarnesi, sumarvinnu.

Nú þegar búið er að loka fyrir umsóknir er ljóst að auk grunnskólanemana í 8., 9. og 10. bekkjum fá um 200 námsmenn 17 ára og eldri sumarstarf hjá bænum, en umsóknum fjölgaði til muna frá árinu áður.

Framtak bæjarins gagnvart sumarvinnu námsmanna er ekki nýtt af nálinni en í kjölfar kreppunnar þegar ljóst var að námsmenn færu á mis við almenn störf, sem þeim höfðu staðið til boða, ákvað Seltjarnarnesbær að venda sínu kvæði í kross og bjóða öllum nemum eftir 8. bekk sumarstarf. Þetta frumkvæði bæjarins mæltist afar vel fyrir og er því enn við lýði.

Ungmenni í Vinnuskóla SeltjarnarnessGagnkvæmur ávinningur
Bæjarstjóri Seltjarnarness, Ásgerður Halldórsdóttir, segist hafa afráðið að leggja fjármuni til þessa verkefnis ekki síst vegna þess forvarnargildis sem það hefur fyrir ungmennin að vera í skipulögðu starfi yfir sumartímann. Hún bendir jafnframt á að hún sé stolt yfir því að bæjarfélagið leggi fjármuni í að veita öllum námsmönnum í sinni heimabyggð, þ.m.t. háskólafólki, tækifæri til að afla sér tekna. . Ávinningurinn sé gagnkvæmur því alltaf megi fegra bæinn og bæta auk þess sem sumrin kalla á afleysingafólk á ýmsum stofnunum, sem nú er fengið innan raða námsmanna.

Sumarstörf hjá Seltjarnarnesbæ eru tvískipt
Annars vegar er um að ræða Vinnuskóla fyrir nemendur í 8. og 9. bekkjum (fædda 1999 og 2000) sem fá vinnu 3,5 tíma á dag fjóra daga vikunnar yfir 7 vikna tímabil. Einnig vinnuskóla fyrir nema í 10. bekk (fædda 1998) sem fá vinnu 7 stundir á dag 4 daga vikunnar. Ekki er unnið á föstudögum, en starfstímabil Vinnuskólans nær frá 10. júní til 25. júlí. Umsóknarfrestur fyrir Vinnuskólann er 1. maí 2014, en hann verður settur 10. júní í Valhúsaskóla.

Hins vegar er um að ræða sumarstörf fyrir nemendur 17 ára og eldri (fædda frá 1997), en þar er um að ræða almenn garðyrkjustörf, verkamannastörf, skapandi sumarstörf og ýmis afleysingastörf. Einnig er ungmennum 20 ára og eldri (fæddum frá 1996) boðin störf sem flokkstjórar og leiðbeinendur vegna ævintýra- og leikjanámskeiða og smíðavallar.


Loka
Var efnið á síðunni hjálplegt?