Fara í efni

Álagning fasteignagjalda 2021

Álagningarseðlar fasteignagjalda 2021 eru nú aðgengilegir á rafrænu formi á Mínum síðum Seltjarnarnesbæjar og á island.isGjalddagar fasteignagjaldanna eru tíu talsins, 15. hvers mánaðar frá janúar – október.

Álagningarseðlar fasteignagjalda 2021 eru nú aðgengilegir á rafrænu formi á Mínum síðum Seltjarnarnesbæjar og á island.is

Gjalddagar fasteignagjaldanna eru tíu talsins, 15. hvers mánaðar frá janúar – október.


Vinsamlegast athugið að álagningarseðlar eru einungis sendir út á pappírsformi til þeirra sem fæddir eru 1939 og fyrr. Engir greiðsluseðlar verða sendir nema þess sé sérstaklega óskað.

Fasteignagjöldin birtast til innheimtu í heimabanka gjaldanda, en einnig er hægt að óska eftir því að fá gjöldin færð á kreditkort með því að hafa samband við þjónustuver í síma 59 59 100.

Við álagningu hefur elli- og örorkulífeyrisþegum verið veitt lækkun eða niðurfelling samkvæmt reglum um viðmiðunarfjárhæð tekna á árinu 2019. Skilyrði lækkunar eða niðurfellingar er að um sé að ræða íbúðarhúsnæði þar sem viðkomandi gjaldandi hefur lögheimili.


100% lækkun:

  • Einstaklingar með heildarárstekjur allt að 5.013.000 krónur.
  • Hjón með heildarárstekjur allt að 6.405.000 krónur.

75% lækkun:

  • Einstaklingar með heildarárstekjur á bilinu frá 5.013.000–5.124.000 krónur.
  • Hjón með heildarárstekjur á bilinu 6.405.001–6.851.000 krónur.

50% lækkun:

  • Einstaklingar með heildarárstekjur á bilinu 5.124.001–5.235.000 krónur.
  • Hjón með heildarárstekjur á bilinu 6.851.001–7.297.000 krónur.

25% lækkun:

  • Einstaklingar með heildarárstekjur á bilinu 5.235.001–5.347.000 krónur.
  • Hjón með heildarárstekjur á bilinu 7.297.001–7.742.000 krónur.

 

Gjaldskrá yfir fasteignagjöld og útsvar má nálgast hér, á heimasíðu Seltjarnarnesbæjar.

Nánari upplýsingar og aðstoð má fá með því að senda fyrirspurn á netfangið innheimta@seltjarnarnes.is eða að hringja í síma 59 59 100.


Loka
Var efnið á síðunni hjálplegt?