Fara í efni

Afkoma Seltjarnarnesbæjar margfalt betri en gert var ráð fyrir

Afkoma Seltjarnarnesbæjar var jákvæð um 229 milljónir á síðastliðnu ári, sem er margfalt betri niðurstaða en áætlanir gerðu ráð fyrir. Þetta kemur fram í ársreikningi Seltjarnarness fyrir árið 2012, sem var samþykktur á fundi bæjarstjórnar 8. maí
Afkoma Seltjarnarnesbæjar var jákvæð um 229 milljónir á síðastliðnu ári, sem er margfalt betri niðurstaða en áætlanir gerðu ráð fyrir. Þetta kemur fram í ársreikningi Seltjarnarness fyrir árið 2012, sem var samþykktur á fundi bæjarstjórnar 8. maí. Þessum einstaka árangri má þakka samstilltu  átaki bæjarstjórnar og starfsmanna frá upphafi kjörtímabilsins. 

Seltjarnarnesbær lækkaði útsvar 1. janúar 2013 og er nú álagningarprósentan 13,66%, sem er með því lægsta á landinu öllu. Stefna Seltjarnarnesbæjar er að halda álögum á íbúa í lágmarki.

Í ársreikningum kemur m.a. fram að langtímaskuldir bæjarins eru 263 mkr. sem almennt telst ekki íþyngjandi greiðslubirgði. 

Um 300 milljónum var varið í framkvæmdir á árinu 2012. Stærsta einstaka framkvæmdin voru gatnaframkvæmdir fyrir rúmar 117 mkr. Bókfært verð eigna eru rúmir 5 milljarðar.

Allar kennitölur í rekstri staðfesta fjárhagslegan styrk bæjarins og var skuldahlutfall 65%.
 
Áfram verður fylgst með framvindu í afkomuþróun á næstu misserum þannig að unnt verði að ná þeim markmiðum sem bæjarstjórn hefur sett sér um að standa vörð um grunnþjónustu við íbúana en halda samt fjárhagslegum stöðugleika sem hefur verið einn meginstyrkur Seltjarnarnesbæjar um langt skeið.


Loka
Var efnið á síðunni hjálplegt?