Fara í efni

Aðventuundirbúningur á Nesinu

Mikil hátíðarstemning ríkti í Seltjarnarneskirkju á fyrsta sunnudegi í aðventu þar sem fram komu um eitt hundrað manns. Gleði og fögnuður skein úr hverju hjarta og söngurinn og tónlistarflutningurinn bræddu alla viðstadda
Söngur í Seltjarnarneskirkju 2013Mikil hátíðarstemning ríkti í Seltjarnarneskirkju á fyrsta sunnudegi í aðventu þar sem fram komu um eitt hundrað manns. Gleði og fögnuður skein úr hverju hjarta og söngurinn og tónlistarflutningurinn bræddu alla viðstadda. 

Þeir sem komu fram voru Skólalúðrasveit Tónlistarskóla Seltjarnarness undir stjórn Kára Einarssonar, Barnakór Mýrarhúsaskóla, Sönghópur úr Valhúsaskóla og sönghópur eldri borgara undir stjórn Ingu Bjargar Stefánsdóttur. Kammerkór Seltjarnarneskirkju söng undir stjórn organistans og píanóleikara tónleikanna Friðriks Vignis Stefánssonar. 

Guðmundur Einarsson formaður sóknarnefndar ávarpaði gesti en sérstakur gestur á aðventukvöldinu var Jón Sigurðsson fyrrverandi ráðherra. 

Söngur í Seltjarnarneskirkju 2013

Söngur í Seltjarnarneskirkju 2013

Þá voru hinir árvissu jólatónleikar Tónlistarskóla Seltjarnarness voru haldnir í Seltjarnarneskirkju laugardaginn 30. nóvember. Hæfileikarík börn á öllum aldri stigu á svið og léku af fingrum fram.
Jólatónleikar Tónlistarskóla Seltjarnarness 2013 Jólatónleikar Tónlistarskóla Seltjarnarness 2013
Jólatónleikar Tónlistarskóla Seltjarnarness 2013 Jólatónleikar Tónlistarskóla Seltjarnarness 2013
Jólatónleikar Tónlistarskóla Seltjarnarness 2013 Jólatónleikar Tónlistarskóla Seltjarnarness 2013
Jólatónleikar Tónlistarskóla Seltjarnarness 2013


Loka
Var efnið á síðunni hjálplegt?