Fara í efni

Aðventutónleikar Selkórsins

Selkórinn hélt aðventutónleika sína í Seltjarnarnesneskirkju nú í lok nóvember. Tónleikarnir báru yfirskriftina "Jónsmessa að vetri" til heiðurs stjórnandanum, Jóni Karli Einarssyni

Selkórinn í SeltjarnarneskirkjuSelkórinn hélt aðventutónleika sína í Seltjarnarnesneskirkju nú í lok nóvember. Tónleikarnir báru yfirskriftina „Jónsmessa að vetri“ til heiðurs stjórnandanum, Jóni Karli Einarssyni, en hann tilkynnti á tónleikunum að hann muni láta af störfum næsta vor eftir að hafa stýrt Selkórnum í yfir 20 ár.

Selkórinn hefur flutt talsvert af stærri verkum íslenskum og erlendum í gegnum tíðina, jafnvel á stundum í samstarfi við Sinfóníuhljómsveit Íslands. Fyrir hlé fengu áheyrendur að heyra fjögur íslensk lög sem hafa fylgt kórnum lengi auk messubrota úr messum sem kórinn hefur áður flutt í heild sinni. Setti stjórnandinn saman eina messu úr þessum brotum, úr verkum eftir Dvorak, Schubert, Ramirez, Haydn og Fauré.

Eftir hlé skipti kórinn um gír og flutti lög úr My fair lady, The Music man auk laganna Halleluja eftir Leonard Cohen og Bohemian Rhapsody. Í lokin var kórinn svo klappaður upp og kom þá áhorfendum á óvart með því að mæta í salinn í hippaklæðnaði og flytja syrpu úr söngleiknum Hair.

Með kórnum spilaði rytmasveit undir stjórn Kjartans Valdimarssonar og Dagný Björgvinsdóttir spilaði á píanó og orgel.

Selkórinn í Seltjarnarneskirkju

 

Kvöld með eldri borgurum

Þann 8. desember bauð Selkórinn eldri borgurum á Seltjarnarnesi upp á söng og súkkulaði í Félagsheimilinu. Þangað komu einnig góðir gestir frá Tónlistarskólanum og Sigurður J. Grétarsson kom öllum í jólaskap með stórskemmtilegri jólasögu. Súkkulaðikvöldstund með eldri borgurum er löngu orðinn fastur liður í starfi Selkórsins og er ómissandi hluti af jólaundirbúningnum hjá mörgum Selkórsfélögum.

 


Loka
Var efnið á síðunni hjálplegt?