Fara í efni

Aðventubyrjun í Bókasafni Seltjarnarness

Í erlinum sem fylgir jólaundirbúningnum er mikil hvíld í því að kíkja við á næsta bókasafni og njóta þess besta sem þau hafa upp á að bjóða. 
Í erlinum sem fylgir jólaundirbúningnum er mikil hvíld í því að kíkja við á næsta bókasafni og njóta þess besta sem þau hafa upp á að bjóða. Bókasafni Seltjarnarness er umhugað um að skapa afslappaða og notalega umgjörð fyrir gesti sína og býður upp á menningartengda viðburði í upphafi aðventu. Bækur og blöð sem tengjast jólahaldinu hafa verið teknar fram og nýjar bækur og tímarit streyma í hús.
Strengjajól, Strengjakvartett, Helga þórarinsdóttir

Mánudaginn 2. desember kl. 17:30 kemur fram í bókasafninu strengjakvartett Helgu Þórarinsdóttur, en kvartettaHelgu hafa verið órjúfanlegur hluti af jólaundirbúningi bókasafnsins. Tónleikarnir eru hluti af samstarfsverkefninu Tónstafir sem bókasafnið og Tónlistarskóli Seltjarnarness skipuleggja. Aðgangur er ókeypis og allir eru boðnir velkomnir.
Helene Magnusson

Prjónameistarinn kunni  Héléne Magnússon hönnuður verður með námskeiðið Með jólin á prjónunum þrið
judaginn 3. desember kl. 17-19 þar sem hún býður þátttakendum að búa til listilega fallegar og frumlegar jólagjafir. Námskeiðsgjald er 500 krónur. Nánar er hægt að sjá um viðfangsefnið á prjonakerling.com, en Héléne býður efni í fígúrurnar til sölu á staðnum.

Þriðjudagskvöldið 3. desember kl. 19:30 er síðasti fundur bókmenntafélagsins á þessu ári en þá verður til umræðu bókin Kantata eftir Kristínu Marju Baldursdóttur. Allir eru boðnir velkomnir og ekki er skilyrði að hafa lesið bókina.
Guðlaugur Arason, Garason, Álfabækur

Miðvikudaginn 3. desember kl. 17:30  býður Sigríður Gunnarsdóttir barnabókavörður yngstu hlustendunum upp á upplestur og myndasýningu á bókinni Hvað er að Leó ljón? eftir þá Robert Kraus og Jose Aruego.

Í Eiðisskeri og víða um bókasafnið eru til sýnis Álfabækur Guðlaugs Arasonar, sem vakið hafa verðskuldaða athygli gesta á öllum aldri. 

Loka
Var efnið á síðunni hjálplegt?