Í samræmi við 3.mgr. 18.gr. skipulags- og byggingalaga nr. 73/1997, með síðari breytingum, er hér með auglýst afgreiðsla bæjarstjórnar Seltjarnarness á Aðalskipulagi Seltjarnarness 2006-2024.
Bæjarstjórn Seltjarnarness samþykkti samhljóða þann 22. febrúar 2006 tillögu að Aðalskipulagi Seltjarnarness 2006-2024. Tillagan var auglýst og var kynnt á heimasíðu sveitarfélagins, á bókasafni Seltjarnarness á Eiðistorgi og á Skipulagsstofnun frá 12. desember til 12. janúar sl. Athugasemdafrestur rann út þann 27. janúar s.l.
Alls bárust 4 bréf með athugasemdum. Óverulegar breytingar voru gerðar á greinargerð aðalskipulagstillögunar vegna athugasemda sem bárust. Bæjarstjórn hefur afgreitt þær og mun senda þeim sem gerðu athugasemdir umsögn sína.
Hefur tillagan verið send Skipulagsstofnun sem gerir tillögu til umhverfisráðherra um lokaafgreiðslu tillögunnar.
Þeir sem óska nánari upplýsinga um tillöguna og niðurstöðu bæjarstjórnar geta snúið sér til skipulagsfulltrúans á Seltjarnarnesi.