Bæjarstjórn Seltjarnarness samþykkti á fundi sínum 25. júní sl. að fara í endurskoðun á aðalskipulagi bæjarins enda næstum áratugur liðinn síðan gildandi aðalskipulag var mótað.
Bæjarstjórn Seltjarnarness samþykkti á fundi sínum 25. júní sl. að fara í endurskoðun á aðalskipulagi bæjarins enda næstum áratugur liðinn síðan gildandi aðalskipulag var mótað.
Aðalskipulag er eitt mikilvægasta stjórntækið sem hver sveitarstjórn hefur til að hafa áhrif á margvíslega þróun innan marka sveitarfélagsins til langs tíma. Aðalskipulag og endurskoðun þess er samstarfsverkefni kjörinna fulltrúa, embættismanna og íbúanna í bænum enda kveða skipulagslög á um víðtækt samráð við íbúa.
Nú hefur verið gengið frá samningi við Alta ehf um ráðgjöf við endurskoðunina og er undirbúningur hafinn. Í ágúst verður kynnt lýsing á verkefninu og í september er gert ráð fyrir íbúafundi en stefnt er að því að endurskoðuninni ljúki snemma á næsta ári. Mikilvægt er að íbúar taki virkan þátt og sýni þessu mikilvæga viðfangsefni áhuga.
Mynd: Í fremri röð eru þau Halldóra Hreggviðsdóttir framkvæmdastjóri Alta og Ásgerður Halldórsdóttir bæjarstjóri
Fyrir aftan standa Árni Geirsson ráðgjafi hjá Alta og Þórður Ólafur Búason, skipulagsstjóri bæjarins.