Fara í efni

Áætlun um endurbyggingu sundlaugar í tengslum við deiliskipulag

Í langtímaáætlun bæjarstjórnar Seltjarnarness er gert ráð fyrir að hafist verði handa við endurbyggingu sundlaugar á tímabilinu sem nær til 2007. Lykilforsenda framkvæmdanna er að deiliskipulag við Hrólfsskálamel og Suðurströnd gangi eins og áætlað er.

Frá íbúaþingiÍ langtímaáætlun bæjarstjórnar Seltjarnarness er gert ráð fyrir að hafist verði handa við endurbyggingu sundlaugar á tímabilinu sem nær til 2007. Lykilforsenda framkvæmdanna er að deiliskipulag við Hrólfsskálamel og Suðurströnd gangi eins og áætlað er.

Kostnaður við endurbyggingu sundlaugarinnar nemur 300-400 milljónum króna. Ekki er gert ráð fyrir að um fjármögnun með skuldsetningu eða skattahækkunum verði að ræða. Stefna bæjarins er áfram að halda skuldsetningu í lágmarki og frekar að greiða niður skuldir en að auka þær. Með deiliskipulagi við Hrólfsskálamel og Suðurströnd og framkvæmdum í framhaldi af því skapast tækifæri til að takast á við stór verkefni á borð við endurbyggingu sundlaugarinnar, byggingu hjúkrunarheimilis og aukna þjónustu án þess að seilast í vasa skattgreiðenda.




Loka
Var efnið á síðunni hjálplegt?