Fara í efni

20 ára afmæli Selsins.

Haldið var upp á 20 ára afmæli Selsins laugardaginn 30. október síðastliðinn. Í tilefni dagsins bauð starfsfólk Selsins bæjarbúum til veislu milli klukkan 14:00 og 17:00.

Haldið var upp á 20 ára afmæli Selsins laugardaginn 30. október síðastliðinn. Í tilefni dagsins bauð starfsfólk Selsins bæjarbúum til veislu milli klukkan 14:00 og 17:00. Á boðstólnum var kaffi og kökur auk þess sem ungt fólk flutti frábær skemmtiatriði sem sýnd hafa verið í Selinu og víðar í gegnum tíðina. Hljómsveitirnar Útidúr, Boba, Ultra Mega Teknobandið Stefán og Neighbours komu einnig fram og spiluðu fjölbreytta tónlist í hljómsveitaaðstöðu Selsins.

Það var margt um manninn í Selinu þennan dag og gaman að sjá hversu margir bæjarbúar glöddust með okkur og var dagurinn hinn ánægjulegasti. Selinu voru einnig færða góðar gjafir frá, nemendafélagi Valhúsaskóla, Valhúsaskóla og íþrótta- og tómstundaráði Seltjarnarness. Gjafirnar eiga eftir að nýtast mjög vel í starfi félagsmiðstöðvarinnar. Starfsfólk Selsins og unglingar á Seltjarnarnesi þakka bæjarbúum og velunnurum fyrir vel heppnaðan afmælisdag.


Loka
Var efnið á síðunni hjálplegt?