Fara í efni

Skipulags- og umferðarnefnd

16. júní 2009

134. fundur skipulags- og mannvirkjanefndar var haldinn þriðjudaginn 16. júní 2009 kl. 8:00 að Austurströnd 2.

Fundur settur kl. 8:05

Mættir:  Ólafur Egilsson formaður, Þórður Ó. Búason, Erna Gísladóttir, Ragnhildur Ingólfsdóttir í stað Stefáns Bergmann ennfremur Ólafur Melsteð skipulagsstjóri og Stefán Eiríkur Stefánsson bæjarverkfræðingur. Friðrik Friðriksson boðaði forföll.

Þetta gerðist:

  1. Suðvesturlínur. Styrking raforkuflutnings á Suðvesturlandi. Mat á umhverfisáhrifum, erindi frá Skipulagsstofnun. 
    Lögð voru fram tvö erindi umhverfisráðuneytisins. [ath. sbr. heiti dagskrárliðar, var þetta frá Skipulagsstofnun eða umhverfisráðuneyti?]
    Nefndin telur að ekki sé nauðsynlegt út frá hagsmunum Seltjarnarness að fram fari sameiginlegt umhverfismat.
    Nefndin gerir ekki athugasemd við framlagða frummatsskýrslu.
  2. Deiliskipulagsmál:
    a–c. Lambastaðahverfi,  Bakkahverfi, Vestursvæði. Fram var haldið umræðu um lokaþætti deiliskipulagstillagnanna. Ákveðið að rýnihópar undirbúi lokaafgreiðslu nefndarinnar á tillögunum til auglýsingar.

    Nefndin leggur áherslu á mikilvægi þess fyrir íbúa að aukið fjármagn fáist til að ljúka að fullu deiliskipulagi þessara svæða sem nú eru mjög langt komin.
  3. Byggingamál:
    a.       Kirkjubraut 3, breyting á húsi og viðbygging, (eftir grenndarkynningu).
    Framkvæmdastjóra  tækni- og umhverfissviðs er heimilað að gefa út byggingaleyfi að fengnu samþykki nágranna.
    b.      Tjarnarstígur 7, skrifstofurekstur í íbúðarhúsnæði (erindi frá næstsíðasta fundi).
    Nefndin tekur jákvætt í að sótt verði um byggingarleyfi fyrir hinni breyttu notkun hússins.
    c.       Eiðistorg 1-9, framkvæmdir við einstakar íbúðir o.fl. (erindi frá næstsíðasta fundi).
              1. Upplýst var að þinglýsing vegna ábyrgðar á framkvæmdum hafi þegar átt sér stað.
              2. Þar sem Seltjarnarnesbær tekur ekki þátt í kostnaði á lóðum íbúa er ekki fallist á að taka þátt í          
              kostnaði við endurnýjun ljósastaura á bílastæði húsanna.
              3. Nefndin mun taka afstöðu til málsins eftir að hljóðvistarsérfræðingur hefur lagt fram skýrslu en hún er 
              væntanleg fljótlega.
              4. Gatnamótin heyra undir Vegagerðina sem ráðgerir hringtorg en framkvæmdir við það hafa frestast
              vegna efnahagsástandsins.
              5. Nefndin telur ekki að bænum beri að taka þátt í kostnaði við að setja upp grindverk þar sem um er      
              að ræða lóð íbúa.  Málinu að öðru leyti vísað til umhverfisstjóra.
    d.      Vesturströnd 29, bygging sólstofu, (eftir grenndarkynningu).
    Nefndin fór yfir tvær framkomnar athugasemdir þar sem lagst er gegn framkvæmdinni. Framkvæmdastjóra tækni- og umhverfissviðs falið að ræða við umsækjendur. Málinu er frestað.
    e.       Bakkavör 28, breyting á húsi.
    Framkvæmdastjóra heimilað að gefa út byggingaleyfi  enda liggi fyrir samþykki nágranna.
    f.       Lambastaðabraut 3, nýjar dyr.
    Samþykkt.
    g.       Vesturströnd 16, stækkun glugga.
    Fyrir liggur samþykki nágranna. Samþykkt.
    h.      Hrólfskálavör 9, skyggni yfir útidyr.
    Framkvæmdastjóra heimilað að afgreiða málið.
  4. Umferðarmál:
    a.       Hraðahindranir við Tjarnarból.
    Lagt fram erindi íbúa. Bæjarverkfræðingi falið að kanna málið nánar, sbr. einnig skýrslu Þverár frá 2006.
    b.      Hraðahindranir við Nesbala.
    Lagt fram erindi íbúa. Bæjarverkfræðingi falið að kanna málið nánar.
    c.       Öryggi á gönguleiðum skólabarna á Seltjarnarnesi.
    Lagt fram erindi frá Foreldrafélagi grunnskóla Seltjarnarness. Nefndin felur bæjarverkfræðingi að ræða við fulltrúa skólaráðs og Foreldrafélags grunnskóla Seltjarnarness.

 

     Fundi slitið kl. 10:00. 

Ólafur Egilsson (sign),

Þórður Ó. Búason (sign),

Erna Gísladóttir (sign),

Ragnhildur Ingólfsdóttir (sign),

Loka
Var efnið á síðunni hjálplegt?