406. fundur Fjölskyldunefndar Seltjarnarness haldinn í Mýrarhúsaskóla eldri, þriðjudaginn 11. október 2016 kl. 17:00 – 18:55
Mættir: Guðrún B. Vilhjálmsdóttir, Árni Ármann Árnason, Halldóra Jóhannesdóttir Sanko og Laufey Gissurardóttir. Snorri Aðalsteinsson sat fundinn og Ásgerður Halldórsdóttir bæjarstjóri sat einnig fundinn undir fyrsta lið.
-
Hjúkrunarheimili. Ásgerður Halldórsdóttir kynnti stöðu í byggingarmálum hjúkrunarheimilisins og fór yfir aðdragandann að byggingu þess og ferlið kringum staðarval. Greindi frá kröfulýsingu og hvernig heimilið hefði verið hannað í samræmi við hana. Rakti einnig hvaða vinnunefndir hefðu komið að verkefninu og á hvaða tíma í undirbúningsferlinu. Greindi frá tilboðum sem borist hafa og hver hefði fengið verkið.
-
Greint frá lokum þjónustusamnings Reykjavíkur og Seltjarnarnesbæjar um þjónustu við fatlað fólk. Seltjarnarnesbær mun taka við þjónustunni um áramót og verða sjálfstætt þjónustusvæði. Fjölskyldunefnd leggur áherslu á að gengið verði frá samningi um skammtímavistun, dagþjónustu og vinnu og virkni. Unnið verði skv. tímaáætlun að verkefnum sem ganga þarf frá fyrir áramót.
-
Fjölskyldunefnd óskar eftir svari bæjarstjórnar um hvar statt sé erindi sem nefndin beindi til bæjarstjórnar þann 19. apríl s.l. í 1. lið fundargerðar sinnar varðandi lóð fyrir heimili fyrir fatlað fólk.
-
Fjárhagsáætlun 2017. Áætlunin kynnt. Fjölskyldunefnd styður tillögur félagsmálastjóra að fjárhagsáætlun næsta árs. Nefndin óskar eftir að kynnt verði fjárhagsáætlun er varðar þjónustu við fatlað fólk sem fyrst.
-
Umsókn um rekstrarstyrk frá Kvennaathvarfi. Samþykkt að veita 100.000.- kr. í rekstrarstyrk.
-
Umsókn um rekstrarstyrk frá Stígamótum. Samþykkt að veita 100.000.- kr. í rekstrarstyrk.
-
Beiðni um styrk frá Sjálfsbjörgu, félagi fatlaðra á höfuðborgarsvæðinu. Samþykkt að styrkja um 50.000.- kr.
-
Beiðni um styrk frá Geysi, klúbb um félagsstarf geðfatlaðra. Samþykkt að styrkja um 50.000.- kr.
-
Beiðni um styrk frá Kvennaráðgjöfinni. Beiðninni synjað.
-
Fundargerð öldungaráðs 15.09.16 lögð fram og kynnt.
Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 18:55
Guðrún B Vilhjálmsdóttir (sign), Árni Ármann Árnason (sign), Halldóra Jóhannesdóttir Sanko (sign), Laufey Gissurardóttir (sign) og Snorri Aðalsteinsson (sign)