Fara í efni

Fjölskyldunefnd

19. apríl 2016

401. fundur Fjölskyldunefndar Seltjarnarness haldinn í Mýrarhúsaskóla eldri, þriðjudaginn 19. apríl 2016 kl. 17:00 – 18:50

Mættir: Guðrún B. Vilhjálmsdóttir, Árni Ármann Árnason, Halldóra Jóhannesdóttir Sanko, og Laufey Gissurardóttir. Snorri Aðalsteinsson og Sigrún Hv. Magnúsdóttir sátu einnig fundinn.

  1. Erindi Erlendar Magnússonar til Seltjarnarnesbæjar um byggingu sérhæfðs búsetuúrræðis fyrir fatlað fólk, dags. 4. mars 2016. Fjölskyldunefnd tekur vel í erindið og telur þörf fyrir slíkt húsnæði sem getur orðið hluti af uppbyggingaráætlun í þjónustu við fatlað fólk. Vísað til bæjarstjórnar til nánari útfærslu.

  2. Samantekt félagsmálastjóra á þjónustu við fatlað fólk á Seltjarnarnesi ásamt fylgiskjölum. Félagsmálastjóri kynnti samantektina fyrir fundarmönnum.

  3. Fundargerð þjónusturáðs sameiginlegs þjónustusvæðis Reykjavíkur og Seltjarnarnesbæjar um þjónustu við fatlað fólk, dags. 22. mars 2016, kynnt.

  4. Trúnaðarmál. – ættleiðingarmál umsögn. Fært í trúnaðarmálabók 1. mál.

  5. Önnur mál a). Rædd seta fulltrúa ungmennaráðs í nefndinni og vísað í bréf bæjarstjóra dags. 2.4.16. Ákveðið að fela félagsmálastjóra að ákveða á hvaða fundi fulltrúinn er boðaður út frá efni fundar hverju sinni.

  6. Önnur mál b). Rætt um stöðu mála á Sæbraut 2. Félagsmálastjóra falið að kanna grundvöll fundar v. málsins.

Guðrún B Vilhjálmsdóttir (sign), Árni Ármann Árnason (sign), Halldóra Jóhannesdóttir Sanko (sign), Laufey Gissurardóttir (sign), Sigrún Hv. Magnúsdóttir og (sign) Snorri Aðalsteinsson (sign)

Loka
Var efnið á síðunni hjálplegt?