Fara í efni

Fjölskyldunefnd

29. janúar 2015

28.(1) fundur Jafnréttisnefndar Seltjarnarness haldinn í Mýrarhúsaskóla eldri, fimmtdaginn 29. janúar 2015 kl. 16:30 – 17:15

Mætt voru: Guðrún Brynja Vilhjálmsdóttir, Karl Pétur Jónsson og Eva Margrét Kristinsdóttir.

Einnig sat fundinn Snorri Aðalsteinsson félagsmálastjóri.

  1. Guðrún B Vilhjálmsdóttir formaður setti fund.
  2. Kosning varaformanns og ritara. Karl Pétur kjörinn varaformaður og Eva Margrét ritari.
  3. Formaður sagði frá helstu verkefnum nefndarinnar á síðasta kjörtímabili og kynnti gildandi jafnréttisáætlun.
  4. Kynnt tillaga Árna Einarssonar á fundi bæjarstjórnar þann 15.12.2014 um að gera faglega úttekt á hvort óútskýrður launamunur sé til staðar í rekstri bæjarins. Jafnréttisnefnd felur félagsmálastjóra að ræða við starfsmannastjóra og mannauðsstjóra um hvernig best sé að standa að slíkri úttekt og hefja drög að undirbúningi hennar í samstarfi við þá.
  5. Rætt um 100 ára kosningaafmæli kvenna og viðburði sem koma til með að tengjast því. Snorra falið að ræða við Soffíu Karlsdóttur menningarfulltrúa um hvernig minnast eigi þessa afmælis og hvernig jafnréttisnefnd geti komið að því.
  6. Fræðslumál.  Huga þarf að fræðslu um jafnréttismál og ætla nefndarmenn og starfsmaður að kanna hvaða fræðsluefni sé í boði sem gæti hentað.
  7. Jafnréttisáætlun. Hefja þarf vinnu við endurskoðun jafnréttisáætlunar.
  8. Ákveðið að hafa næsta fund nefndarinnar í lok apríl.

 

Fleira ekki gert.

 

Fundi slitið  17.15

Snorri Aðalsteinsson

Loka
Var efnið á síðunni hjálplegt?