Fara í efni

Fjölskyldunefnd

10. desember 2014

388. fundur Fjölskyldunefndar Seltjarnarness haldinn í Mýrarhúsaskóla eldri, miðvikudaginn 10. desember 2014 kl. 17:00 – 19:30

Mættir: Guðrún B. Vilhjálmsdóttir, Magnús Margeirsson, María Fjóla Pétursdóttir, Halldóra Jóhannesdóttir Sanko og Laufey Gissurardóttir. Snorri Aðalsteinsson og Sigrún Hv. Magnúsdóttir sátu einnig fundinn.

  1. 1.1 Trúnaðarmál, fært í trúnaðarmálabók 1. mál.
  2. Fundargerðir þjónusturáðs sameiginlegs þjónustusvæðis Reykjavíkur og Seltjarnarness um þjónustu við fatlað fólk, dags. 4.09.2014 og 16.10.2014 lagðar fram og ræddar. Fjölskyldunefnd beinir því til bæjarstjórnar að hraðað verði úrbótum á Sæbraut 2 og minnir á að heilsu íbúanna sé ógnað meðan húsið er í núverandi ástandi.
  3. Breytingar á gjaldskrám félagsþjónustusviðs kynntar. Breytingarnar samþykktar. Vísað til bæjarstjórnar.
  4. Tillögur um breytingar á viðmiðunarfjárhæðum í reglum um fjárhagsaðstoð hjá Seltjarnarnesbæ kynntar. Guðrún og Magnús samþykkja tillögurnar. Laufey, Halldóra og María Fjóla sitja hjá og leggja til að fyrsti liður í tillögunum verði hækkaður í 169.199.- kr. á mánuði til framfærslu. Þessi upphæð fjárhagsaðstoðar samsvarar fjárhagsaðstoð hjá Reykjavíkurborg. Tillögunum vísað til bæjarstjórnar.
  5. Samningur sveitarfélaganna á höfuðborgarsvæðinu um bakvaktir vegna ársins 2014. Samþykkt að leggja til að samningurinn verði framlengdur um tvo mánuði til viðbótar og umboð til starfsmanna sem sinna bakvöktum verði framlengt um sama tíma. Verið er að leggja mat á verkefnið sem er tilraunaverkefni og rennur út 31.12.14. Ráðgjafafyrirtæki hefur gert mat á framkvæmd verkefnisins og verður skýrsla þess lögð fyrir stjórn SSH þann 5.1.15
  6. Sameiginleg ferðaþjónusta fatlaðra á höfuðborgarsvæðinu. Sameiginlegur akstur og þjónusta hefst 1.1.15 og er verið að vinna að undirbúiningi þessa dagana, m. a. með yfirfærslu gagna um ferðatilhögun notenda og tímasetningar ferða.
  7. Kynnt erindi SSH, dags. 2.12.2014, um framlengingu á samningi um samstarf sveitarfélaganna á höfuðborgarsvæðinu vegna þjónustu við fatlaða. Fjölskyldunefnd hvetur til áframhaldandi samstarfs.
  8. Félagsmálastjóri greindi frá því að fjölskyldustefna Seltjarnarnesbæjar væri fallin úr gildi en í stað hennar hefði verið samþykkt þjónustustefna bæjarins á fundi bæjarstjórnar 3.12.14
  9. Önnur mál. Óskað eftir að fundargögn berist með a.m.k. tveggja sólarhringa fyrirvara og að þau verði send rafrænt þegar unnt er. Trúnaðargögn verði send áfram í pósti.

Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 19:30

Guðrún B Vilhjálmsdóttir (sign), Magnús Margeirsson (sign), Marí Fjóla Pétursdóttir (sign), Halldóra Jóhannesdóttir Sanko (sign), Laufey Gissurardóttir (sign) Snorri Aðalsteinsson (sign) og Sigrún Hv. Magnúsdóttir (sign)

Tillögur að breytingum á gjaldskrá sem lagðar voru fram á fundinum:

Núverandi gjaldskrá Ný gjaldskrá frá 1.1.15
Hádegismatur 680 kr. 760 kr.
Heimsendingargjald 150 kr. 165 kr.
Þvottavélagjald 200 kr. 250 kr.
Kaffi 150 kr. 165 kr.
Kaffi og meðlæti á föndurtímum 400 kr. 450 kr.
Kaffi og ristað brauð (að morgni) 300 kr. 330 kr.
Kaffi og meðlæti við önnur tilefni 600 kr. 660 kr.
Námskeið í félagsstarfi aldraðra (mánaðargj.) 1.800 kr. 2.000 kr.
Handavinna almenn (hvert skipti) 150 kr. 170 kr.
Þátttökugjald í spilum 150 kr. 170 kr.
Heimaþjónusta elli- og örorkulífeyrisþega 708 kr. 800 kr.
Heimaþjónusta aðrir 1.538 kr. 1.700 kr.

Tillögur að breytingum á fjárhæðum í reglum um fjárhagsaðstoð hjá Seltjarnarnesbæ (lagt fram á fundinum):

Núverandi upphæðir: Verður frá 1.1.2015:
Fjárhagsaðstoð til framfærslu skv. 3. kafla:
Einhleypt fólk í sjálfstæðri búsetu 149.000 kr. 158.305 kr.
Hjón/sambýlisfólk í sjálfstæðri búsetu 238.400 kr. 253.288 kr.
Fjárhagsaðstoð skv. 4 kafla, heimildargreiðslur:
Aðstoð v. barna skv. 16 gr. 10.000 kr. 12.000 kr.
Styrkur v. húsbúnaðar, 18. gr. a og b liður 100.000 kr. 120.000 kr.
Styrkur v. húsbúnaðar, 18. gr. c liður 40.000 kr. 50.000 kr.
Greiðsla sérfræðiaðstoðar, skv. 19. gr. 55.000 kr. 60.000 kr.
Styrkur til að greiða viðtöl hjá sérfr.skv. 20.gr. 55.000 kr. 60.000 kr.
Áfallaaðstoð skv. 23. gr. 120.000 kr. 130.000 kr.
Lán til fyrirframgreiðslu húsaleigu, skv. 24. gr. 150.000 kr. 250.000 kr.

Loka
Var efnið á síðunni hjálplegt?