387. fundur Fjölskyldunefndar Seltjarnarness haldinn í Mýrarhúsaskóla eldri, þriðjudaginn 4. nóvember 2014 kl. 8:00 – 10:10
Mættir: , Guðrún B. Vilhjálmsdóttir, Magnús Margeirsson, María Fjóla Pétursdóttir, Halldóra Jóhannesdóttir Sanko og Laufey Gissurardóttir. Snorri Aðalsteinsson og Sigrún Hv. Magnúsdóttir sátu einnig fundinn.
- 1.1 Trúnaðarmál. Kynnt ársþriðjungslegt yfirlit (1.05.14-31.08.14) umsókna sem félagsmálastjóri hefur heimild til að afgreiða skv. erindisbréfi fyrir fjölskyldunefnd samþykktu í bæjarstjórn Seltjarnarness. Fyrirspurnir og svör.
1.2 Trúnaðarmál, fært í trúnaðarmálabók 1. mál.
1.3 Trúnaðarmál, fært í trúnaðarmálabók 2. mál.
1.4 Trúnaðarmál, fært í trúnaðarmálabók 3. mál. - Fundargerðir þjónusturáðs sameiginlegs þjónustusvæðis Reykjavíkur og Seltjarnarness um þjónustu við fatlað fólk, dags. 23.04.2014 og 28.05.2014 lagðar fram og ræddar.
- Fjárhagsáætlun 2015. Kynntar forsendur fjárhagsáætlunar og farið yfir tillögur félagsmálastjóra. Fjölskyldunefnd leggur til hækkun á verðskrá mötuneytis og felur félagsmálastjóra að endurskoða viðmiðunartölur fjárhagsaðstoðar og leggja fram tillögur á næsta fundi.
- Farið yfir tillögur að breytingar á reglum um fjárhagsaðstoð hjá Seltjarnarnesbæ. Tillögurnar samþykktar og ákveðið að vísa þeim til bæjarstjórnar.
Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 10:10
Guðrún B Vilhjálmsdóttir (sign), Magnús Margeirsson (sign), Marí Fjóla Pétursdóttir (sign), Halldóra Jóhannesdóttir Sanko (sign), Laufey Gissurardóttir (sign) Snorri Aðalsteinsson (sign) og Sigrún Hv. Magnúsdóttir (sign)