Fara í efni

Fjölskyldunefnd

03. september 2014

386. fundur Fjölskyldunefndar Seltjarnarness haldinn í Mýrarhúsaskóla eldri, miðvikudaginn 3. september 2014 kl. 17:00 – 19:15

Mættir: , Guðrún B. Vilhjálmsdóttir, Magnús Margeirsson, María Fjóla Pétursdóttir, Halldóra Jóhannesdóttir Sanko og Laufey Gissurardóttir. Snorri Aðalsteinsson og Sigrún Hv. Magnúsdóttir sátu einnig fundinn.

  1. Kosning varaformanns og ritara. Magnús Margeirsson kosinn varaformaður og Laufey Gissurardóttir kosin ritari.

  2. Erindisbréf fyrir fjölskyldunefnd Seltjarnarness. Farið yfir helstu atriði í erindisbréfinu.

  3. Undirritun þagnareiða. Fulltrúar í nefndinni undirrituðu þagnareiða.

  4. Trúnaðarmál.
    4.1 Trúnaðarmál fært í trúnaðarmálabók 1. mál
    4.2 Trúnaðarmál fært í trúnaðarmálabók 2. mál

  5. Fundargerðir þjónusturáðs sameiginlegs þjónustusvæðis Reykjavíkur og Seltjarnarness um þjónustu við fatlað fólk, dags. 23.04.2014 og 28.05.2014 lagðar fram og ræddar.

  6. Ræddar reglur um fjárhagsaðstoð og atriði sem taka þarf til endurskoðunar í þeim. Félagsmálastjóra falið að undirbúa tillögur fyrir næsta fund.

  7. Félagsstarf aldraðra. Dagskrá starfsins fram að áramótum kynnt.

Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 19:15

Guðrún B Vilhjálmsdóttir (sign), Magnús Margeirsson (sign), Marí Fjóla Pétursdóttir (sign), Halldóra Jóhannesdóttir Sanko (sign), Laufey Gissurardóttir (sign) Snorri Aðalsteinsson (sign) og Sigrún Hv. Magnúsdóttir (sign)

Loka
Var efnið á síðunni hjálplegt?