385. fundur Fjölskyldunefndar Seltjarnarness haldinn í Mýrarhúsaskóla eldri, fimmtudaginn 15. maí 2014 kl. 16:30 – 17:45
Mættir: Ragnar Jónsson, Magnús Margeirsson, Guðrún Edda Haraldsdóttir, Guðrún B. Vilhjálmsdóttir, Halldóra Jóhannesdóttir Sanko og Laufey Gissurardóttir sem sat fundinn sem áheyrnarfulltrúi. Snorri Aðalsteinsson og Sigrún Hv. Magnúsdóttir sátu einnig fundinn.
- 1.1 Trúnaðarmál. Kynnt ársþriðjungslegt yfirlit (1.01.14-30.04.14) umsókna sem félagsmálastjóri hefur heimild til að afgreiða skv. erindisbréfi fyrir fjölskyldunefnd samþykkt í bæjarstjórn Seltjarnarness. Fyrirspurnir.
1.2 Trúnaðarmál, fært í trúnaðarmálabók 1. mál. - Fundargerðir þjónusturáðs sameiginlegs þjónustusvæðis Reykjavíkur og Seltjarnarness um þjónustu við fatlað fólk, dags. 30.01.2014 og 3.03.2014 lagðar fram og ræddar.
- Tölulegar upplýsingar um atvinnuleysi, fjárhagsaðstoð og húsaleigubætur á Seltjarnarnesi, ásamt nánari greiningu á atvinnuleysi í mars 2014 kynntar og ræddar.
- Ósk um samstarf frá Rannsóknarstofnun í barna- og fjölskylduvernd vegna samfélagsverkefnisins Að verða foreldri. Samþykkt að meta í hverju og einu tilviki hvort styrkja eigi foreldra til þátttöku í verkefninu ef ósk berst um slíkt.
- Umsókn um rekstrarstyrk frá Kvennaathvarfi. Samþykktur styrkur 50.000.- kr.
- Beiðni um fjárstyrk til reksturs Stígamóta. Samþykktur styrkur 50.000.- kr.
- Beiðni um fjárstuðning við forvarnarstarf SAMAN-hópsins. Samþykktur styrkur 25.000.- kr.
- Beiðni um styrk frá Sjálfsbjörgu, félagi fatlaðra á höfuðborgarsvæðinu. Synjað.
- Beiðni um styrk frá klúbbnum Geysi. Samþykktur styrkur 25.000.- kr.
- Ferðaþjónusta fatlaðra – undirbúningur sameiginlegs útboðs. Félagsmálastjóri greindi frá stöðu málsins. Fyrir liggur samkomulag sveitarfélaganna um sameiginlega ferðaþjónustu, sameiginlegar reglur og þjónustulýsing (verklagsreglur). Unnið er að gerð útboðsgagna en verkefnið verður boðið út í sumar.
- Formaður þakkaði nefndarmönnum og starfsfólki gott samstarf á kjörtímabilinu.
Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 17:45
Ragnar Jónsson (sign), Magnús Margeirsson (sign), Guðrún Edda Haraldsdóttir (sign), Guðrún B Vilhjálmsdóttir (sign), Halldóra Jóhannesdóttir Sanko (sign), Laufey Gissurardóttir (sign) Snorri Aðalsteinsson (sign) og Sigrún Hv. Magnúsdóttir (sign)