Fara í efni

Fjölskyldunefnd

15. maí 2014

385. fundur Fjölskyldunefndar Seltjarnarness haldinn í Mýrarhúsaskóla eldri, fimmtudaginn 15. maí 2014 kl. 16:30 – 17:45

Mættir: Ragnar Jónsson, Magnús Margeirsson, Guðrún Edda Haraldsdóttir, Guðrún B. Vilhjálmsdóttir, Halldóra Jóhannesdóttir Sanko og Laufey Gissurardóttir sem sat fundinn sem áheyrnarfulltrúi. Snorri Aðalsteinsson og Sigrún Hv. Magnúsdóttir sátu einnig fundinn.

  1. 1.1 Trúnaðarmál. Kynnt ársþriðjungslegt yfirlit (1.01.14-30.04.14) umsókna sem félagsmálastjóri hefur heimild til að afgreiða skv. erindisbréfi fyrir fjölskyldunefnd samþykkt í bæjarstjórn Seltjarnarness. Fyrirspurnir.
    1.2 Trúnaðarmál, fært í trúnaðarmálabók 1. mál.
  2. Fundargerðir þjónusturáðs sameiginlegs þjónustusvæðis Reykjavíkur og Seltjarnarness um þjónustu við fatlað fólk, dags. 30.01.2014 og 3.03.2014 lagðar fram og ræddar.
  3. Tölulegar upplýsingar um atvinnuleysi, fjárhagsaðstoð og húsaleigubætur á Seltjarnarnesi, ásamt nánari greiningu á atvinnuleysi í mars 2014 kynntar og ræddar.
  4. Ósk um samstarf frá Rannsóknarstofnun í barna- og fjölskylduvernd vegna samfélagsverkefnisins Að verða foreldri. Samþykkt að meta í hverju og einu tilviki hvort styrkja eigi foreldra til þátttöku í verkefninu ef ósk berst um slíkt.
  5. Umsókn um rekstrarstyrk frá Kvennaathvarfi. Samþykktur styrkur 50.000.- kr.
  6. Beiðni um fjárstyrk til reksturs Stígamóta. Samþykktur styrkur 50.000.- kr.
  7. Beiðni um fjárstuðning við forvarnarstarf SAMAN-hópsins. Samþykktur styrkur 25.000.- kr.
  8. Beiðni um styrk frá Sjálfsbjörgu, félagi fatlaðra á höfuðborgarsvæðinu. Synjað.
  9. Beiðni um styrk frá klúbbnum Geysi. Samþykktur styrkur 25.000.- kr.
  10. Ferðaþjónusta fatlaðra – undirbúningur sameiginlegs útboðs. Félagsmálastjóri greindi frá stöðu málsins. Fyrir liggur samkomulag sveitarfélaganna um sameiginlega ferðaþjónustu, sameiginlegar reglur og þjónustulýsing (verklagsreglur). Unnið er að gerð útboðsgagna en verkefnið verður boðið út í sumar.
  11. Formaður þakkaði nefndarmönnum og starfsfólki gott samstarf á kjörtímabilinu.

Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 17:45

Ragnar Jónsson (sign), Magnús Margeirsson (sign), Guðrún Edda Haraldsdóttir (sign), Guðrún B Vilhjálmsdóttir (sign), Halldóra Jóhannesdóttir Sanko (sign), Laufey Gissurardóttir (sign) Snorri Aðalsteinsson (sign) og Sigrún Hv. Magnúsdóttir (sign)

Loka
Var efnið á síðunni hjálplegt?