384. fundur Fjölskyldunefndar Seltjarnarness haldinn í Mýrarhúsaskóla eldri, miðvikudaginn 19. febrúar 2014 kl. 17:00 – 18:30
Mættir: Ragnar Jónsson, Magnús Margeirsson, Guðrún B. Vilhjálmsdóttir, Halldóra Jóhannesdóttir Sanko og Laufey Gissurardóttir sem sat fundinn sem áheyrnarfulltrúi.
Snorri Aðalsteinsson sat einnig fundinn. Guðrún Edda Haraldsdóttir boðaði forföll.
-
Trúnaðarmál. Kynnt ársþriðjungslegt yfirlit (1.9.13-31.12.13) umsókna sem félagsmálastjóri hefur heimild til að afgreiða skv. erindisbréfi fyrir fjölskyldunefnd samþykkt í bæjarstjórn Seltjarnarness. Fyrirspurnir og umræður.
-
Bréf Barnaverndarstofu varðandi tilraunaverkefni um innleiðingu ESTER matstækisins í störf barnaverndarnefnda dags. 27.01.2014. Það er mat fjölskyldunefndar að þetta matstæki henti betur stærri bæjarfélögum en felur starfsmönnum að taka fullnaðarákvörðun í málinu.
-
Starfsáætlun félagsþjónustusviðs fyrir árið 2014 kynnt. Umræður um útgjöld vegna húsvörslu og matarþjónustu við eldra fólk. Fulltrúar í fjölskyldunefnd leggja áherslu á að ellilífeyrisþegar sitji við sama borð varðandi þessa þjónustu óháð búsetu og að tekin séu hófleg gjöld ef boðið er upp á húsvörslu. Lagt til að þessi þjónusta verði endurskoðuð með ofangreint að leiðarljósi.
-
Fundargerð þjónusturáðs sameiginlegs þjónustusvæðis Reykjavíkur og Seltjarnarnesbæjar um þjónustu við fatlað fólk, dags. 19.12.13 Félagsmálastjóri fór yfir einstaka liði fundargerðarinnar.
-
Kynnt minnisblað verkefnahóps um sameiginlegt útboð á akstri fyrir fatlað fólk til stjórnar SSH, dags. 31.1.14. Félagsmálastjóri gerði grein fyrir tillögu verkefnahópsins sem fram kemur í minnisblaðinu.
Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 18:30
Ragnar Jónsson (sign), Magnús Margeirsson (sign), Guðrún B Vilhjálmsdóttir (sign), Halldóra Jóhannesdóttir Sanko (sign), Laufey Gissurardóttir (sign) og Snorri Aðalsteinsson (sign)