380. fundur Félagsmálaráðs Seltjarnarness haldinn í Mýrarhúsaskóla eldri, fimmtudaginn 23. maí 2013 kl. 17:00 – 18:30
Mættir: Ragnar Jónsson, Guðrún Edda Haraldsdóttir, Guðrún B. Vilhjálmsdóttir , Halldóra Jóhannesdóttir Sanko. Laufey Gissurardóttir sem sat fundinn sem áheyrnarfulltrúi, Snorri Aðalsteinsson og Sigrún Hv. Magnúsdóttir sátu einnig fundinn.
-
Trúnaðarmál.
1.1 Trúnaðarmál, fært í trúnaðarmálabók 1. mál.
1.2 Trúnaðarmál, fært í trúnaðarmálabók 2. mál. -
Umsókn um rekstrarstyrk frá Kvennaathvarfi. Samþykkt að veita styrk, 50.000.- kr.
-
Umsókn um fjárstyrk til reksturs Stígamóta. Samþykkt að veita styrk, 50.000.- kr.
-
Beiðni um fjárstuðning við forvarnarstarf SAMAN-hópsins. Samþykkt að veita styrk 25.000.- kr.
-
Beiðni um styrk frá Sjálfsbjörgu, félagi fatlaðra á höfuðborgarsvæðinu. Beiðninni hafnað.
-
Beiðni um rekstrarstyrk frá Sjónarhól, ráðgjafarmiðstöð fyrir fjölskyldur barna með sérþarfir. Samþykkt að veita styrk 30.000.- kr.
-
Kynntur undirbúningur sameiginlegs útboðs fyrir ferðaþjónustu fatlaðra á höfuðborgarsvæðinu. Lagt fram minnisblað Verkís.
-
Kynntar tölulegar upplýsingar um atvinnuleysi, fjárhagsaðstoð og húsaleigubætur á Seltjarnarnesi, ásamt nánari greiningu á atvinnuleysi í apríl 2013.
-
Fundargerðir samráðshóps um áfengis- og vímuvarnir, dags. 18.3.13 og 30.4.13 lagðar fram og ræddar.
-
Fundargerð þjónusturáðs sameiginlegs þjónustusvæðis Reykjavíkur og Seltjarnarness um þjónustu við fatlað fólk, dags. 4.4.13 lögð fram. Félagsmálastjóri gerði grein fyrir fundargerðinni.
Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 18:30
Ragnar Jónsson (sign), Guðrún Edda Haraldsdóttir (sign), Guðrún B Vilhjálmsdóttir (sign), Halldóra Jóhannesdóttir Sanko (sign), Laufey Gissurardóttir, (sign) Sigrún Hv. Magnúsdóttir (sign) og Snorri Aðalsteinsson (sign)