Fara í efni

Fjölskyldunefnd

13. desember 2012

377. fundur Félagsmálaráðs Seltjarnarness haldinn í Mýrarhúsaskóla eldri, fimmtudaginn 13. desember 2012 kl. 17:00 – 18:47

Mættir: Ragnar Jónsson, Guðrún Brynja Vilhjálmsdóttir, Magnús Margeirsson, Halldóra Jóhannesdóttir Sanko, Guðrún Edda Haraldsdóttir og Laufey Gissurardóttir sem sat fundinn sem áheyrnarfulltrúi. Starfsmenn: Snorri Aðalsteinsson og Sigrún Hv. Magnúsdóttir.

  1. Trúnaðarmál.
    1.1 Trúnaðarmál, fært í trúnaðarmálabók 1. mál
    1.2 Trúnaðarmál, fært í trúnaðarmálabók 2. mál
    1.3 Trúnaðarmál, fært í trúnaðarmálabók 3. mál
    1.4 Trúnaðarmál, fært í trúnaðarmálabók 4. mál
    1.5 Trúnaðarmál, fært í trúnaðarmálabók 5. mál
    1.6 Trúnaðarmál, fært í trúnaðarmálabók 6. mál
    1.7 Trúnaðarmál, fært í trúnaðarmálabók 7. mál
    1.8 Trúnaðarmál, fært í trúnaðarmálabók 8. mál
    1.9 Trúnaðarmál, fært í trúnaðarmálabók 9. mál
    1.10 Trúnaðarmál, fært í trúnaðarmálabók 10. mál
    1.11 Trúnaðarmál, fært í trúnaðarmálabók 11. mál
  2. Verkefnið “Vinna og virkni 2013” kynnt. Félagsmálaráð lýsir ánægju sinni með ákvörðun bæjarstjórnar að taka þátt í verkefninu.
  3. Félagsmálastjóri kynnti breytingar á húsaleigubótum á næstu 2 árum. Á næsta ári er ráðgert að almennar húsaleigubætur hækki en þær hækkanir verða fjármagnaðar af ríkissjóði. Á árinu 2014 eiga almennar húsaleigubætur að færast frá sveitarfélögunum til ríkisins.
  4. Fundargerð þjónusturáðs sameiginlegs þjónustusvæðis Reykjavíkur og Seltjarnarness um þjónustu við fatlað fólk, dags. 4.10.12, lögð fram og rædd.
  5. Félagsmálastjóri gerði grein fyrir viðræðum við sóknarnefnd um byggingu hjúkrunarheimilis við hlið kirkjunnar.
  6. Samþykktir voru eftirfarandi fundardagar félagsmálaráðs á næsta ári: 14.2.2013, 21.3.2013, 16.5.2013, 12.9.2013, 24.10.2013 og 12.12.2013 sem eru fimmtudagar og fundartími kl. 17:00.
    Formaður óskaði nefndarmönnum og starfsfólki gleðilegra jóla og farsæls nýs árs.

Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 18:47

Ragnar Jónsson (sign), Guðrún Brynja Vilhjálmsdóttir (sign), Magnús Margeirsson (sign), Guðrún Edda Haraldsdóttir (sign), Halldóra Jóhannesdóttir Sanko (sign), Laufey Gissurardóttir (sign), Sigrún Hv. Magnúsdóttir (sign) og Snorri Aðalsteinsson (sign)

Loka
Var efnið á síðunni hjálplegt?