Fara í efni

Fjölskyldunefnd

23. maí 2012

374. fundur Félagsmálaráðs Seltjarnarness haldinn í Mýrarhúsaskóla eldri, miðvikudaginn 23. maí 2012 kl. 17:00 – 18:15

Mættir: Ragnar Jónsson, Magnús Margeirsson, Laufey Gissurardóttir, Guðrún B. Vilhjálmsdóttir. Einnig sátu fundinn Snorri Aðalsteinsson, Sigrún Hv. Magnúsdóttir og Hildigunnur Magnúsdóttir.

  1. Kynntar upplýsingar um atvinnuleysi, fjárhagsaðstoð og húsaleigubætur á Seltjarnarnesi eftir mánuðum frá ársbyrjun 2008 til apríl 2012. Einnig kynntar upplýsingar Vinnumálastofnunar um nánari greiningu á atvinnuleysi á Seltjarnarnesi í apríl 2012.

  2. Fundargerð samráðshóps um áfengis- og vímuvarnir dags. 15. maí 2012 lögð fram. Sigrún Hv. gerði grein fyrir henni.

  3. Helstu niðurstöður árlegrar könnunar Rannsóknar og greiningar á högum og líðan ungs fólks á Seltjarnarnesi 2012 kynntar.

  4. Skýrslur Hauks Björnssonar um starfsemi Bragðlaukanna og Timburmanna veturinn 2011 – 2012 kynntar. Um er að ræða sjálfsprottið starf karla á Seltjarnarnesi. Snorri gerði grein fyrir stöðu mála.

Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 18:15

Ragnar Jónsson (sign), Magnús Margeirsson (sign), Laufey Gissurardóttir (sign), Guðrún B Vilhjálmsdóttir (sign), Sigrún Hv. Magnúsdóttir (sign), Snorri Aðalsteinsson (sign), Hildigunnur Magnúsdóttir (sign)

Loka
Var efnið á síðunni hjálplegt?