373. fundur Félagsmálaráðs Seltjarnarness haldinn í Mýrarhúsaskóla eldri, fimmtudaginn 29. mars 2012 kl. 17:00 – 18:30
Mættir: Ragnar Jónsson, Magnús Margeirsson, Laufey Gissurardóttir, Guðrún Edda Haraldsdóttir, Guðrún B. Vilhjálmsdóttir. Einnig sátu fundinn Snorri Aðalsteinsson, Sigrún Hv. Magnúsdóttir og Helga Fríður Garðarsdóttir nemi í félagsráðgjöf.
-
Trúnaðarmál.
-
1.1 Trúnaðarmál, fært í trúnaðarmálabók 1. mál
-
Umsókn um rekstrarstyrk frá Kvennaathvarfi. Samþykkt að veita styrk, 50.000.- kr.
-
Umsókn um fjárstyrk til reksturs Stígamóta. Samþykkt að veita styrk, 50.000.- kr.
-
Beiðni um fjárstuðning við forvarnarstarf SAMAN-hópsins. Samþykkt að veita styrk 20.000.- kr.
-
Beiðni um styrk frá Fjölskylduhjálp Íslands. Beiðninni hafnað.
-
Kynntar tölulegar upplýsingar um veitta félagsþjónustu á árinu 2011 eftir tegund þjónustu og fjárhagsleg útgjöld og tekjur vegna stærstu liða.
-
Lagt fram heildarrekstraryfirlit vegna félagslegra útgjalda ársins 2011
-
Kynnt ákvæði 50. gr. sveitarstjórnarlaga nr. 139/2011 um að réttur til að hafa áheyrnarfulltrúa í fastanefndum nái ekki til barnaverndarnefnda. Tillaga um að áheyrnarfulltrúi víki af fundi þegar barnaverndarmál eru til umfjöllunar samþykkt.
-
Félagsmálastjóri greindi frá fundi Barnaverndarstofu með félagsmálastjórum 23.3. þar sem m.a. voru kynntar breytingar á barnaverndarlögum sem fela í sér auknar fjárhagslegar álögur á sveitarfélögin/barnaverndarnefndirnar vegna vistgjalda sem taka á upp á meðferðarheimilum og neyðarmóttöku sem rekin eru á vegum Barnaverndarstofu.
-
Fundargerð samráðshóps um áfengis- og vímuvarnir, dags. 21.2.2012 lögð fram og rædd.
-
Fundargerð þjónusturáðs sameiginlegs þjónustusvæðis Reykjavíkur og Seltjarnarness um þjónustu við fatlað fólk, dags. 14.3.12 lögð fram. Félagsmálastjóri gerði grein fyrir fundargerðinni.
-
Félagsmálastjóri upplýsti v. fyrirspurnar á fundi 27.2.12 um það fjármagn sem ætlað er til fjárfestingar í bættri félagsaðstöðu á Skólabraut 3-5 í langtímafjárhagsáætlun Seltjarnarnesbæjar árin 2013, 2014 og 2015.
Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 18:30
Ragnar Jónsson (sign), Magnús Margeirsson (sign), Laufey Gissurardóttir, (sign) Guðrún Edda Haraldsdóttir (sign), Guðrún B Vilhjálmsdóttir (sign), Sigrún Hv. Magnúsdóttir (sign) og Snorri Aðalsteinsson (sign)