Fara í efni

Fjölskyldunefnd

29. mars 2012

373. fundur Félagsmálaráðs Seltjarnarness haldinn í Mýrarhúsaskóla eldri, fimmtudaginn 29. mars 2012 kl. 17:00 – 18:30

Mættir: Ragnar Jónsson, Magnús Margeirsson, Laufey Gissurardóttir, Guðrún Edda Haraldsdóttir, Guðrún B. Vilhjálmsdóttir. Einnig sátu fundinn Snorri Aðalsteinsson, Sigrún Hv. Magnúsdóttir og Helga Fríður Garðarsdóttir nemi í félagsráðgjöf.

  1. Trúnaðarmál.

  2. 1.1 Trúnaðarmál, fært í trúnaðarmálabók 1. mál

  3. Umsókn um rekstrarstyrk frá Kvennaathvarfi. Samþykkt að veita styrk, 50.000.- kr.

  4. Umsókn um fjárstyrk til reksturs Stígamóta. Samþykkt að veita styrk, 50.000.- kr.

  5. Beiðni um fjárstuðning við forvarnarstarf SAMAN-hópsins. Samþykkt að veita styrk 20.000.- kr.

  6. Beiðni um styrk frá Fjölskylduhjálp Íslands. Beiðninni hafnað.

  7. Kynntar tölulegar upplýsingar um veitta félagsþjónustu á árinu 2011 eftir tegund þjónustu og fjárhagsleg útgjöld og tekjur vegna stærstu liða.

  8. Lagt fram heildarrekstraryfirlit vegna félagslegra útgjalda ársins 2011

  9. Kynnt ákvæði 50. gr. sveitarstjórnarlaga nr. 139/2011 um að réttur til að hafa áheyrnarfulltrúa í fastanefndum nái ekki til barnaverndarnefnda. Tillaga um að áheyrnarfulltrúi víki af fundi þegar barnaverndarmál eru til umfjöllunar samþykkt.

  10. Félagsmálastjóri greindi frá fundi Barnaverndarstofu með félagsmálastjórum 23.3. þar sem m.a. voru kynntar breytingar á barnaverndarlögum sem fela í sér auknar fjárhagslegar álögur á sveitarfélögin/barnaverndarnefndirnar vegna vistgjalda sem taka á upp á meðferðarheimilum og neyðarmóttöku sem rekin eru á vegum Barnaverndarstofu.

  11. Fundargerð samráðshóps um áfengis- og vímuvarnir, dags. 21.2.2012 lögð fram og rædd.

  12. Fundargerð þjónusturáðs sameiginlegs þjónustusvæðis Reykjavíkur og Seltjarnarness um þjónustu við fatlað fólk, dags. 14.3.12 lögð fram. Félagsmálastjóri gerði grein fyrir fundargerðinni.

  13. Félagsmálastjóri upplýsti v. fyrirspurnar á fundi 27.2.12 um það fjármagn sem ætlað er til fjárfestingar í bættri félagsaðstöðu á Skólabraut 3-5 í langtímafjárhagsáætlun Seltjarnarnesbæjar árin 2013, 2014 og 2015.

Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 18:30

Ragnar Jónsson (sign), Magnús Margeirsson (sign), Laufey Gissurardóttir, (sign) Guðrún Edda Haraldsdóttir (sign), Guðrún B Vilhjálmsdóttir (sign), Sigrún Hv. Magnúsdóttir (sign) og Snorri Aðalsteinsson (sign)

 

Loka
Var efnið á síðunni hjálplegt?