356. fundur Félagsmálaráðs Seltjarnarness haldinn í Mýrarhúsaskóla eldri, fimmtudaginn 24. september 2009 kl. 17:00 – 18:20
Mættir: Ragnar Jónsson, Magnús Margeirsson, Edda Kjartansdóttir, Guðrún Edda Haraldsdóttir, Hildigunnur Magnúsdóttir og Snorri Aðalsteinsson.
- Trúnaðarmál.
1.1 Trúnaðarmál, fært í trúnaðarmálabók 1. mál
1.2 Trúnaðarmál, fært í trúnaðarmálabók 2. mál
1.3 Trúnaðarmál, fært í trúnaðarmálabók 3. mál - Fundargerðir samráðshóps um áfengis- og vímuvarnir dags. 26. maí og 8. september 2009 lagðar fram og kynntar. Forvarnarvika rædd og hvernig standa á að útgáfu forvarnarstefnu Seltjarnarness.
Félagsmálaráð er mjög ósátt við þá ákvörðun bæjarstjórnar að forvarnarstefnan skuli einungis eiga að vera aðgengileg á rafrænu formi. Útgáfa í prentuðum bæklingi sem dreift er á öll heimili í bæjarfélaginu gefur forvarnarstefnunni mun meira vægi og eykur forvarnarmátt hennar. - Kynnt dagskrá félagsstarfsins fyrir árið 2009 til 2010.
- Gerð grein fyrir endurskoðaðri fjárhagsáætlun 2009
- Önnur mál. Fyrirspurnir og umræður um byggingu og rekstur hjúkrunarheimilis, biðlista og þörf fyrir rými.
Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 18:20
Ragnar Jónsson (sign), Magnús Margeirsson (sign), Edda Kjartansdóttir (sign), Guðrún Edda Haraldsdóttir (sign), Hildigunnur Magnúsdóttir (sign) og Snorri Aðalsteinsson (sign)