Fara í efni

Fjölskyldunefnd

24. september 2009
356. fundur Félagsmálaráðs Seltjarnarness haldinn í Mýrarhúsaskóla eldri, fimmtudaginn 24. september 2009 kl. 17:00 – 18:20

Mættir: Ragnar Jónsson, Magnús Margeirsson, Edda Kjartansdóttir, Guðrún Edda Haraldsdóttir, Hildigunnur Magnúsdóttir og Snorri Aðalsteinsson.

 

  1. Trúnaðarmál.
    1.1         Trúnaðarmál, fært í trúnaðarmálabók 1. mál
    1.2         Trúnaðarmál, fært í trúnaðarmálabók 2. mál
    1.3         Trúnaðarmál, fært í trúnaðarmálabók 3. mál
  2. Fundargerðir samráðshóps um áfengis- og vímuvarnir dags. 26. maí og 8. september 2009 lagðar fram og kynntar. Forvarnarvika rædd og hvernig standa á að útgáfu forvarnarstefnu Seltjarnarness.
    Félagsmálaráð er mjög ósátt við þá ákvörðun bæjarstjórnar að forvarnarstefnan skuli einungis eiga að vera aðgengileg á rafrænu formi. Útgáfa í prentuðum bæklingi sem dreift er á öll heimili í bæjarfélaginu gefur forvarnarstefnunni mun meira vægi og eykur forvarnarmátt hennar.
  3. Kynnt dagskrá félagsstarfsins fyrir árið 2009 til 2010.
  4. Gerð grein fyrir endurskoðaðri fjárhagsáætlun 2009
  5. Önnur mál. Fyrirspurnir og umræður um byggingu og rekstur hjúkrunarheimilis, biðlista og þörf fyrir rými.

 

Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 18:20

 

Ragnar Jónsson (sign), Magnús Margeirsson (sign), Edda Kjartansdóttir (sign), Guðrún Edda Haraldsdóttir (sign), Hildigunnur Magnúsdóttir (sign) og Snorri Aðalsteinsson (sign)

Loka
Var efnið á síðunni hjálplegt?