Fara í efni

Fjölskyldunefnd

256. fundur 07. júní 2000

Fundinn sátu: Þórður Ó. Búason, Guðrún Br. Vilhjálmsdóttir, Jens Pétur Hjaltested, Sigrún Benediktsdóttir, Andri Þór Guðmundsson,  Snorri Aðalsteinsson og Sigrún Hv. Magnúsdóttir.

 

 

1.    Trúnaðarmál, sjá trúnaðarmálabók 1. mál.

 

2.        Trúnaðarmál, sjá trúnaðarmálabók 2. mál.

 

3.        Trúnaðarmál sjá trúnaðarmálabók 3. mál.

 

4.        Trúnaðarmál sjá trúnaðarmálabók 4. mál.

 

5.        Drög að stefnuyfirlýsingu Seltjarnarnesbæjar varðandi jafna stöðu og jafnan rétt karla og kvenna lögð fram og henni vísað til bæjarstjórnar til samþykktar.

 

6.        Fundargerð samstarfshóps um áfengis- og vímuvarnir dags. 31/5 2000 lögð fram og hún rædd.

 

7.        Tilnefningar í þjónustuhóp aldraðra.  Félagsmálaráð leggur til við bæjarstjórn að Þóra Einarsdóttir og Snorri Aðalsteinsson verði áfram fulltrúar í þjónustuhópnum.

 

8.        Starfsmannamál.  Sigrún Hv. Magnúsdóttir óskar eftir að fara í 1 árs launalaust leyfi frá og með 1. september n.k.  Félagsmálaráð samþykkir leyfið fyrir sitt leyti.  Starfið verður auglýst til eins árs núna í júní.

 

9.        Lögð fram til kynningar og umsagnar:

a)  Frumvarp til laga um félagsþjónustu sveitarfélaga.

b)  Frumvarp til laga um réttindagæslu fatlaðra.

c)   Frumvarp til laga um Greiningar- og ráðgjafarstöð ríkisins.

d)  Frumvarp til laga um breytingar á lögum um vinnumarkaðsaðgerðir.

Samþykkt að fresta umsögnum um frumvörpin til næsta fundar.

 

10.   Næsti fundur ákveðinn 22. júní kl. 17.00 haldinn í Lækjarhlíð í Kjós í boði formanns.

 

Fleira ekki gert.

 

Fundi slitið kl 19.10.  Guðrún Br. Vilhjálmsdóttir.



Loka
Var efnið á síðunni hjálplegt?