Mættir: Þórður Búason, Guðrún Br. Vilhjálmsdóttir, Sigrún Benediktsdóttir, Jónmundur Guðmarsson, Snorri Aðalsteinsson og Sigrún Hv. Magnúsdóttir.
Trúnaðarmál, fært í trúnaðarmálabók 1. mál.
Trúnaðarmál, fært í trúnaðarmálabók 2. mál.
Trúnaðarmál, fært í trúnaðarmálabók 3. mál.
Trúnaðarmál, fært í trúnaðarmálabók 4. mál.
Lögð fram fundargerð þjónustuhóps aldraðra dags. 14.11.2001 og var hún í 7 liðum.
Fundargerðin gaf ekki tilefni til samþykktar.
Forvarnir. Sigrún Hv. Magnúsdóttir gerði grein fyrir því sem er að gerast í vímuvörnum og lagði fram minnisblað. Kynntar niðurstöður könnunar sem Rannsókn og greining gerði nýverið.
Lagt fram svar sálfræðings og námsráðgjafa vegna fyrirspurna félagsmálaráðs um eineltisáætlun skólanna á Seltjarnarnesi.
Lögð fram beiðni Kvenréttindafélags Íslands um styrk vegna málþings þess sem haldið var 24.11.01.
Samþykkt að styrkja um kr. 25.000.-
Tekið fyrir erindi stuðningsfélagsins “Fátæk börn á Íslandi”.
Samþykktur styrkur kr. 5.000.
Önnur mál.
Jónmundur Guðmarsson spurðist fyrir um væntanlegar breytingar á starfsfyrirkomulagi gæsluvallarins við Vallarbraut og benti á að hafa þyrfti starfsmenn með í ráðum við þessar breytingar.
Félagsmálastjóri upplýsti að við gerð fjárhagsáætlunar hefði verið ákveðið að samnýta starfsmenn gæsluvallarins með leikskóladeildinni á Vallarbraut. Aðsókn að gæsluvellinum væri mjög dræm. Starfsemi hans heyrði frá 01.12.01 undir starfsemi leikskólans og fræðslu- og menningarsvið. Haft hefði verið samráð við leikskólastjóra Sólbrekku um þessar breytingar.
Fundi slitið kl. 18.40.
Snorri Aðalsteinsson.