Fara í efni

Fjölskyldunefnd

343. fundur 15. maí 2008

343. fundur Félagsmálaráðs Seltjarnarness haldinn í Mýrarhúsaskóla eldri, fimmtudaginn 15. maí 2008 kl. 17:00 – 18:15

Mættir: Berglind Magnúsdóttir, Magnús Margeirsson, Edda Kjartansdóttir, Pétur Árni Jónsson, Guðrún Edda Haraldsdóttir og Snorri Aðalsteinsson.  

 

  1. Trúnaðarmál. 
    1.1.   Trúnaðarmál, fært í trúnaðarmálabók 1. mál. 

  2. Fundargerð Þjónustuhóps aldraðra á Seltjarnarnesi dags. 5. maí 2008 lögð fram.

  3. Drög að reglum um könnun og meðferð einstakra barnaverndarmála eða málaflokka hjá starsfmönnum félagsmálaráðs Seltjarnarness kynnt. Reglurnar samþykktar. Vísað til bæjarstjórnar til kynningar.

  4. Tillaga til þingsályktunar um framkvæmdaáætlun í barnaverndarmálum fram til næstu sveitarstjórnarkosninga árið 2010 kynnt.  Umræður um ályktunina. Félagsmálastjóra falið að senda umsögn um ályktunina.

  5. Barnaverndartilkynningar á árinu 2007 lagðar fram til kynningar.  Samþykkt tillaga formanns að kynna í sumarlok tilkynningar til barnaverndarnefndar fyrir þeim aðilum sem vinna að málefnum barna í bæjarfélaginu.

  6. Helstu lykiltölur félagssviðs 2005-2007, ásamt yfirliti um fjölda mála, lagðar fram.

  7. Málefni fatlaðra barna:
    a.       Samþykkt að gera könnun á fjölda og tegund fötlunar (umönnunarþyngd) fatlaðra barna á Seltjarnarnesi.
    b.      Könnuð verði skólaganga fatlaðra barna með tilliti til akstursþjónustu.
    c.       Könnuð úrræði sem þessi börn nýta sér utan bæjarfélagsins, svo sem sumar- og frístundatilboð, skammtímadvalir o.fl.

  8. Beiðni um styrk til uppbyggingar á gróðurhúsi í Sólheimum, Grímsnesi.  Hafnað.

Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 18:15

Berglind Magnúsdóttir (sign), Magnús Margeirsson, (sign) Edda Kjartansdóttir (sign), Pétur Árni Jónsson (sign), Guðrún Edda Haraldsdóttir (sign) og Snorri Aðalsteinsson (sign)

Loka
Var efnið á síðunni hjálplegt?