343. fundur Félagsmálaráðs Seltjarnarness haldinn í Mýrarhúsaskóla eldri, fimmtudaginn 15. maí 2008 kl. 17:00 – 18:15
Mættir: Berglind Magnúsdóttir, Magnús Margeirsson, Edda Kjartansdóttir, Pétur Árni Jónsson, Guðrún Edda Haraldsdóttir og Snorri Aðalsteinsson.
- Trúnaðarmál.
1.1. Trúnaðarmál, fært í trúnaðarmálabók 1. mál.
- Fundargerð Þjónustuhóps aldraðra á Seltjarnarnesi dags. 5. maí 2008 lögð fram.
- Drög að reglum um könnun og meðferð einstakra barnaverndarmála eða málaflokka hjá starsfmönnum félagsmálaráðs Seltjarnarness kynnt. Reglurnar samþykktar. Vísað til bæjarstjórnar til kynningar.
- Tillaga til þingsályktunar um framkvæmdaáætlun í barnaverndarmálum fram til næstu sveitarstjórnarkosninga árið 2010 kynnt. Umræður um ályktunina. Félagsmálastjóra falið að senda umsögn um ályktunina.
- Barnaverndartilkynningar á árinu 2007 lagðar fram til kynningar. Samþykkt tillaga formanns að kynna í sumarlok tilkynningar til barnaverndarnefndar fyrir þeim aðilum sem vinna að málefnum barna í bæjarfélaginu.
- Helstu lykiltölur félagssviðs 2005-2007, ásamt yfirliti um fjölda mála, lagðar fram.
- Málefni fatlaðra barna:
a. Samþykkt að gera könnun á fjölda og tegund fötlunar (umönnunarþyngd) fatlaðra barna á Seltjarnarnesi.
b. Könnuð verði skólaganga fatlaðra barna með tilliti til akstursþjónustu.
c. Könnuð úrræði sem þessi börn nýta sér utan bæjarfélagsins, svo sem sumar- og frístundatilboð, skammtímadvalir o.fl.
- Beiðni um styrk til uppbyggingar á gróðurhúsi í Sólheimum, Grímsnesi. Hafnað.
Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 18:15
Berglind Magnúsdóttir (sign), Magnús Margeirsson, (sign) Edda Kjartansdóttir (sign), Pétur Árni Jónsson (sign), Guðrún Edda Haraldsdóttir (sign) og Snorri Aðalsteinsson (sign)