Fara í efni

Fjölskyldunefnd

285. fundur 16. janúar 2003

Mættir: Sigrún Edda Jónsdóttir, Guðrún Brynja Vilhjálmsdóttir, Edda Kjartansdóttir, Ingibjörg S. Benediktsdóttir, Berglind Magnúsdóttir, Snorri Aðalsteinsson og Sigrún Hv. Magnúsdóttir

Skýrsla um þjónustu við aldraða tekin til frekari umræðu. Þóra Einarsdóttir félagsmálafulltrúi mætti á fundinn og gerði grein fyrir ýmsum þáttum skýrslunnar. Ákveðið að heimsækja hjúkrunarheimilið Eir á næstunni. Óskað eftir nánari upplýsingum um aldursskiptingu íbúa á Seltjarnarnesi.

 

Lögð fram fundargerð þjónustuhóps aldraðra, dags. 6. janúar 2003. Þóra gerði grein fyrir fundargerðinni.

 

Umsókn um viðbótarlán, nr. 1/2003, fært í húsnæðismálabók 1. mál.

 

Umsókn um viðbótarlán, nr. 2/2003, fært í húsnæðismálabók 2. mál.

 

Trúnaðarmál, fært í trúnaðarmálabók 1. mál.

 

Trúnaðarmál, fært í trúnaðarmálabók 2. mál.

 

Trúnaðarmál, fært í trúnaðarmálabók 3. mál.

 

Trúnaðarmál, fært í trúnaðarmálabók 4. mál.

 

Trúnaðarmál, fært í trúnaðarmálabók 5. mál.

 

Greint frá vinnu á samráðsfundum sveitarfélaganna á höfuðborgarsvæðinu um samræmdar reglur við úthlutun viðbótarlána. Félagsmálaráð samþykkir að reynt verði að ná samkomulagi um reglur sem byggja á þeim atriðum sem fram komu í niðurstöðum á minnisblaði frá fundi fulltrúa sveitarfélaganna þann 3. janúar 2003.

 

Rætt um hvernig bregðast skuli við tilkynningum við útköllum vegna barnaverndarmála utan vinnutíma og lagt fram bréf Barnaverndarstofu dags. 9.1.03 um aðild að neyðarnúmerinu 112. Samþykkt að gefa lögreglu upplýsingar um síma formanns, varaformanns, félagsmálastjóra og yfirfélagsráðgjafa. Félagsmálastjóra falið að kanna nánar væntanlegt fyrirkomulag hjá 112.

 

Tekin til umræðu tillaga Neslistans um bókun vegna nýs skipurits hjá Seltjarnarnesbæ. Félagsmálaráð samþykkti eftirfarandi sameiginlega bókun:

“Félagsmálaráð Seltjarnarnesbæjar bendir á að við vinnu á nýju skipuriti fyrir Seltjarnarnesbæ hafi hlutur kvenna í stjórnunarstöðum á vegum bæjarins ekki aukist. Ljóst er að samkvæmt nýsamþykktu skipuriti þá eru allir yfirstjórnendur bæjarins karlar.

Í Jafnréttisáætlun Seltjarnarnesbæjar sem samþykkt var í bæjarstjórn þann 13. desember 2000 stendur í grein 2.1.

“Á vinnustöðum bæjarins skal eftir föngum tryggja jafnræði kynjanna.  Stjórnendur stofnana skulu haga störfum sínum á þann veg að jafnrétti endurspeglist í ákvörðunum þeirra við ráðningar og uppsagnir starfsfólks, tilfærslur í störfum og viðfangsefnum þeim er starfsmönnum er ætlað að sinna.”

Þegar verður ráðið í stöðu sviðsstjóra á fræðslu- og menningarsviði er þess farið á leit við yfirstjórn bæjarins að sú staða verði auglýst og farið verði eftir jafnréttisáætlun bæjarins við ráðningu, sbr. grein 2.2. þar sem segir:

”Jafnréttisnefnd beinir þeim tilmælum til stjórnenda bæjarfélagsins að auglýsa stöður til umsóknar.  Auglýsingar skulu verða aðgengilegar öllum.  Á þeim vinnustöðum þar sem annað kynjanna er ráðandi skal kom fram hvatning til þess kyns sem er í minnihluta í viðkomandi starfsgrein að sækja um laus störf.”

 

Önnur mál.

Borið hefur á því að nemendur komi nestislausir í Mýrarhúsaskóla og í haust varð að samkomulagi milli félagsþjónustu og skólans að greiða 75.000.- kr. reikning vegna útlagðs kostnaðar við að metta þessa nemendur. Félagsmálastjóra falið að rita skólastjóra bréf þar sem farið er fram á að tilkynnt verði til starfsmanna barnaverndarnefndar ef það kemur ítrekað fyrir að sömu nemendur komi nestislausir.

 

Fleira ekki gert.

 

Fundi slitið kl. 19:15

Snorri Aðalsteinsson (sign)

 

Sigrún Edda Jónsdóttir (sign)            Guðrún Br. Vilhjálmsdóttir (sign)

Edda Kjartansdóttir (sign)                 Ingibjörg S. Benediktsdóttir (sign)

Berglind Magnúsdóttir (sign)



Loka
Var efnið á síðunni hjálplegt?