Fara í efni

Fjölskyldunefnd

292. fundur 16. október 2003

Mættir: Sigrún Edda Jónsdóttir, Guðrún Brynja Vilhjálmsdóttir, Edda Kjartansdóttir, Ingibjörg S. Benediktsdóttir, Bjarni Torfi Álfþórsson , Sigrún Hv. Magnúsdóttir og Snorri Aðalsteinsson.

Leiðrétting við síðustu fundargerð, liður 1, en þar gleymdist að færa í fundargerð undir trúnaðarmál mál nr. 9 sem fært var í trúnaðarmálabók.

1. Trúnaðarmál.

1.1 Trúnaðarmál fært í trúnaðarmálabók 1. mál

1.2 Trúnaðarmál fært í trúnaðarmálabók 2. mál

1.3 Trúnaðarmál fært í trúnaðarmálabók 3. mál

1.4 Trúnaðarmál fært í trúnaðarmálabók 4. mál

1.5 Trúnaðarmál fært í trúnaðarmálabók 5. mál

1.6 Trúnaðarmál fært í trúnaðarmálabók 6. mál

1.7 Trúnaðarmál fært í trúnaðarmálabók 7. mál

1.8 Trúnaðarmál fært í trúnaðarmálabók 8. mál

1.9 Trúnaðarmál fært í trúnaðarmálabók 9. mál

2. Umsóknir um viðbótarlán

2.1 Umsókn um viðbótarlán, nr. 21/2003, fært í húsnæðismálabók 1. mál.

3. Fundargerð þjónustuhóps aldraðra dags. 06.10.2003 lögð fram.

4. Reglur um fjárhagsaðstoð hjá Seltjarnarnesbæ kynntar og samþykktar. Reglunum vísað til bæjarstjórnar til samþykktar.

5. Fjárhagsáætlun ársins 2004 lögð fram og rædd. Félagsmálastjóra falið að koma sjónarmiðum nefndarinnar á framfæri við fjárhags- og launanefnd.

6. Skipun í undirnefnd til að stýra vinnu við fjölskyldustefnu. Samþykkt að nefndina skipi 5 fulltrúar auk starfsmanns. Sigrún Hv. Magnúsdóttir hefur verið skipaður starfsmaður nefndarinnar og áður höfðu Guðrún Vilhjálmsdóttur, sem mun leiða nefndina, og Edda Kjartansdóttir verið skipaðar. Nú voru skipaðir nýir fulltrúar sem eru Berglind Brynjólfsdóttir, Styrmir Þór Bragason og Bjarni Torfi Álfþórsson. Magnús Scheving hefur samþykkt að taka þátt í störfum nefndarinnar eftir föngum. Stefnt er að því að nefndin hittast í byrjun nóvember.

7. Fundargerð samráðshóps um áfengis- og vímuvarnir frá 13. október lögð fram. Fundargerðinni vísað til bæjarstjórnar.

8. Fundargerð jafnréttisnefndar frá 14. október lögð fram. Fundargerðinni vísað til bæjarstjórnar.

Fleira ekki gert.

Fundi slitið kl. 19:03

Snorri Aðalsteinsson (sign), Sigrún Hv. Magnúsdóttir (sign)

Sigrún Edda Jónsdóttir (sign) Guðrún Br. Vilhjálmsdóttir (sign) Bjarni Torfi Álfþórsson (sign)

Edda Kjartansdóttir (sign) Ingibjörg S. Benediktsdóttir (sign)



Loka
Var efnið á síðunni hjálplegt?