Fara í efni

Fjölskyldunefnd

329. fundur 14. mars 2007

329. fundur Félagsmálaráðs Seltjarnarness haldinn í Mýrarhúsaskóla eldri, miðvikudaginn 14. mars 2007 kl. 17:00 – 18:45

Mættir: Berglind Magnúsdóttir, Magnús Margeirsson, Edda Kjartansdóttir, Guðrún Edda Haraldsdóttir, Pétur Árni Jónsson, Sigrún Hv. Magnúsdóttir og Snorri Aðalsteinsson. Einnig sat fundinn Guðný Steingrímsdóttir nemi í félagsráðgjöf.

1.            Trúnaðarmál.

1.1         Trúnaðarmál fært í trúnaðarmálabók 1. mál

1.2         Trúnaðarmál fært í trúnaðarmálabók 2. mál

1.3         Trúnaðarmál fært í trúnaðarmálabók 3. mál

1.4         Trúnaðarmál fært í trúnaðarmálabók 4. mál

2.             Reglur um fjárhagsaðstoð ræddar.  Ákveðið að skoða hvernig framkvæmd reglna er háttað í öðrum sveitarfélögum með það að markmiði að færa frekari ákvarðanatöku til skrifstofu.  Ákveðið að félagsmálaráð fái upplýsingar um félagsaðstoð reglulega.

3.             Tillaga um að málefni dagforeldra færist frá félagsmálaráði til skólanefndar.  Tillagan samþykkt og  vísað til bæjarstjórnar.

4.             Skólabraut 3-5. Eignaskiptasamningur fyrir húsið er nánast fullgerður.  Lagt til að fengin verði útekt á viðhaldsþörf hússins og búnaðar.  Ákveðið var að fela félagsmálastjóra að skoða matseðil fyrir aldraða.

5.             Styrkbeiðnir frá frjálsum félagasamtökum lagðar fram.  Eftirfarandi beiðnir voru teknar fyrir.

Samtök um kvennaathvarf            100.000

Stígamót                                      100.000

Kvennaráðgjöf                              35.000

Sjálfsbjörg                                     30.000

Barnaheill                                      50.000

Saman-hópurinn                            25.000

Ekki var talið hægt að verða við styrkbeiðnum eftirfarandi aðila:  Götusmiðjan, www.edru.is og Elísabet Gunnarsdóttir f.h. útskriftarhóps félagsráðgjafa.

6.             Óskað er eftir tölulegum upplýsingum varðandi hvaðan umsóknir í dagvist aldraðra koma, hversu margir hafa dvalist í dagvist og hvert þeir útskrifast.

Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 18:45

Berglind Magnúsdóttir (sign), Magnús Margeirsson (sign), Edda Kjartansdóttir (sign), Guðrún Edda Haraldsdóttir (sign), Pétur Árni Jónsson (sign), Sigrún Hv. Magnúsdóttir (sign), Snorri Aðalsteinsson (sign)

Loka
Var efnið á síðunni hjálplegt?