Fara í efni

Fjölskyldunefnd

327. fundur 18. janúar 2007

327. fundur Félagsmálaráðs Seltjarnarness haldinn í Mýrarhúsaskóla eldri, fimmtudaginn 18. janúar 2007 kl. 17:00 – 18:15

Mættir: Berglind Magnúsdóttir, Pétur Árni Jónsson, Guðrún Edda Haraldsdóttir, Ragnhildur G. Guðmundsdóttir og Snorri Aðalsteinsson.

1.                  Fundargerð þjónustuhóps aldraðra, dags. 8.01.´07 lögð fram. Félagsmálastjóri fór yfir helstu liði fundargerðarinnar.

2.                  Fundargerð hagsmunaaðila Seltjarnarnesbæjar og Lögreglunnar í Reykjavík um löggæslumál 21.11.2006 lögð fram.

3.                  Breytingar á viðmiðunarmörkum fjárhagsaðstoðar og tillögur að breytingum á 9. gr. Reglna um fjárhagsaðstoð hjá félagsþjónstu Seltjarnarnesbæjar. Félagsmálaráð samþykkir tillögur um breytingar á viðmiðunartölum. Ráðið samþykkir einnig tillögur um breytingar á 9. gr. reglna um fjárhagsaðstoð og vísar þeim til bæjarstjórnar.

4.                  Ferðaþjónusta aldraðra. Tillaga að breytingu á reglum varðandi akstursþjónustu fyrir aldraða, 10. gr. í reglum. Félagsmálaráð samþykkir tillöguna og vísar henni til bæjarstjórnar. Samþykkt að breyta nafninu á reglunum og þær heiti “Reglur um ferðaþjónustu fatlaðara og aldraðra.”

5.                  Kynnt endurskoðuð gjaldskrá fyrir félagslega heimaþjónustu. Félagsmálaráð samþykkir að fela félagsmálastjóra að vinna drög að nýrri gjaldskrá og leggja hana fram á næsta fundi. Frestað að taka afstöðu til endurskoðaðrar gjaldskrár.

6.                  Sagt frá könnun sem Guðný Steingrímsdóttir félagsráðgjafarnemi í starfsþjálfun hyggst gera meðal notenda heimaþjónustunnar á Seltjarnarnesi. Könnunin verður framkvæmd á næstu 2 – 3 mánuðum.

7.                  Kynnt námskeið fyrir kjörna fulltrúa í félagsmálanefndum sveitarfélaga sem Samband íslenskra sveitarfélaga stendur fyrir. Námskeiðið verður haldið 15. mars nk. fyrir höfuðborgarsvæðið.

8.                  Önnur mál: Berglind greindi frá hugmyndum öldrunarhjúkrunarfræðings við Heilsugæslustöð Seltjarnarness um að kanna væntingar og þarfir varðandi þjónustu við aldraða.

Fundi slitið kl. 18:15

Berglind Magnúsdóttir (sign), Ragnhildur G. Guðmundsdóttir (sign), Pétur Árni Jónsson (sign), Guðrún Edda Haraldsdóttir (sign), Snorri Aðalsteinsson (sign)

Loka
Var efnið á síðunni hjálplegt?