Fara í efni

Fjölskyldunefnd

319. fundur 16. mars 2006

319. fundur Félagsmálaráðs Seltjarnarness haldinn í Mýrarhúsaskóla eldri, fimmtudaginn 16. mars 2006 kl. 17:00 – 19:14

Mættir: Guðrún Vilhjálmsdóttir, Sigrún Edda Jónsdóttir, Grímur Sigurðsson, Edda Kjartansdóttir, Sigrún Hv. Magnúsdóttir, Snorri Aðalsteinsson og Bjarni Torfi Álfþórsson sem ritaði fundargerð.

1.         Á fund félagsmálaráðs mættu 6 foreldrar nokkurra fatlaðra barna til þess að ræða þjónustu bæjarfélagsins við fötluð börn. Lögðu þeir áherslu á að börnin fái sem víðtækasta þjónustu í bæjarfélaginu, í skóla, tómstundastarfi og öðru. Þjónusta við þessi börn mætti vera samhæfðari og heildstæðari. Félagsmálastjóra falið að rita Æskulýðs- og íþróttaráði og fjárhags- og launanefnd bréf vegna stuðningsfulltrúa á sumarnámskeiðum. Foreldrar viku af fundi kl. 17:40

2.                  Trúnaðarmál.

2.1               Trúnaðarmál fært í trúnaðarmálabók 1. mál

2.2               Trúnaðarmál fært í trúnaðarmálabók 2. mál

2.3               Trúnaðarmál fært í trúnaðarmálabók 3. mál

2.4               Trúnaðarmál fært í trúnaðarmálabók 4. mál

2.5               Trúnaðarmál fært í trúnaðarmálabók 5. mál

2.6               Trúnaðarmál fært í trúnaðarmálabók 6. mál

3.                  Fundargerð þjónustuhóps aldraðra dags. 6. mars 2006 lögð fram. Greint frá biðlista eftir hjúkrunar- og dvalarheimilisrýmum.

4.                  Fundargerð undirnefndar um jafnréttismál, dags. 23. febrúar 2006. Fundargerðinni vísað til bæjarstjórnar.

5.                  Lagt fram erindi styrktarfélags lamaðra og fatlaðra, dags. 23.2.2006, þar sem farið er fram á framlag vegna dvalar barna af Seltjarnarnesi. Samþykkt að greiða 25.000.- kr. fyrir vikudvöl hvers barns.

6.                  Lögð fram beiðni um styrk frá dvalarheimilinu Dyngjunni, dagsett 20.02.2006. Erindinu frestað og félagsmálastjóra falið að kanna nánar útreikninga.

7.                  Lögð fram beiðni frá Krabbameinsfélagi Reykjavíkur, dagssett 28.12.2005 þar sem farið er fram á 150.000.- kr. framlag úr bæjarsjóði Seltjarnarness. Félagsmálaráð samþykkir að vísa erindinu til fjárhags- og launanefndar þar sem um heilbrigðismál sé að ræða. Félagsmálastjóra falið að rita nefndinni bréf.

8.                  Beiðni um styrktarlínu á vefsvæðið www.edru.is  frá ÍUT, ungu fólki án vímuefna. Samþykkt að greiða styrktarlínu í 6 mánuði. Kostnaður 5.000.- kr.

 

9.                  Lagt fram erindi Sjálfsbjargar um ferðaþjónusta fatlaðra á höfuðborgarsvæðinu, dagsett 13.1.2006 ásamt bréfi frá Velferðarsviði Reykjavíkurborgar, dagsett 27.02.2006,  þar sem óskað er eftir skipan fulltrúa frá Seltjarnarnesi í starfshóp sveitarfélaganna á höfuðborgarsvæðinu, ásamt hagsmunasamtökum fatlaðra til að fjalla um ferðaþjónustu fatlaðra.

Samþykkt að skipa Snorra Aðalsteinsson í hópinn.

10.              Önnur mál:

Fjölskyldustefna Seltjarnarness. Samþykkt að vísa stefnunni til afgreiðslu bæjarstjórnar. Lokið er breytingum, nánari útfærslu á ýmsum atriðum og prófarkalestri.

Fundi slitið kl. 19:14

 

Edda Kjartansdóttir (sign), Guðrún Vilhjálmsdóttir (sign), Sigrún Edda Jónsdóttir (sign), Grímur Sigurðsson, Sigrún Hv. Magnúsdóttir (sign), Snorri Aðalsteinsson (sign), Bjarni Torfi Álfþórsson (sign)

Loka
Var efnið á síðunni hjálplegt?