Fara í efni

Fjölskyldunefnd

298. fundur 04. maí 2004

298. fundur Félagsmálaráðs Seltjarnarness haldinn þriðjudaginn 4. maí 2004 kl. 17:00-18:58 í Mýrarhúsaskóla eldri.

Mættir: Sigrún Edda Jónsdóttir, Guðrún Vilhjálmsdóttir, Edda Kjartansdóttir, Ingibjörg S. Benediktsdóttir, Bjarni Torfi Álfþórsson , Sigrún Hv. Magnúsdóttir og Snorri Aðalsteinsson

1. Trúnaðarmál.

1.1 Trúnaðarmál fært í trúnaðarmálabók 1. mál

1.2 Trúnaðarmál fært í trúnaðarmálabók 2. mál

1.3 Trúnaðarmál fært í trúnaðarmálabók 3. mál

1.4 Trúnaðarmál fært í trúnaðarmálabók 4. mál

2. Umsóknir um viðbótarlán.

2.1 Umsókn um viðbótarlán, nr. 9/2004, fært í húsnæðismálabók 1. mál.

2.2 Umsókn um viðbótarlán, nr. 10/2004, fært í húsnæðismálabók 2. mál.

3. Tillaga um hækkun á niðurgreiðslu á dagvistargjöldum foreldra með börn í dagvistun hjá dagmæðrum.

Tillagan rædd og samþykkt. Tillögunni vísað til Fjárhags- og launanefndar með ósk um aukið fjármagn til þessa þáttar við endurskoðun fjárhagsáætlunar 2004.

4. Innlegg félagsmálasviðs í fjölskyldustefnu Seltjarnarnesbæjar.

Miklar og líflegar umræður undir þessum lið.

5. Úttekt jafnréttisnefndar sbr. bókun bæjarstjónar þann 12. febrúar 2004.

Erindinu vísað til Jafnréttisnefndar.

6. Fundargerð samráðshóps um áfengis- og vímuvarnir, dags. 30.03.2004 lögð fram.

7. Atvinnumál ungmenna á Seltjarnarnesi varðandi sumarstörf.

Ingibjörg S. Benediktsdóttir lagði fram eftirfarandi tillögu sem var samþykkt samhljóða.

"Augljóst er að þó nokkrum ungmennum hefur verið neitað um vinnu í sumar. Sumarvinna unglinga er oftar en ekki grundvöllur þess að þau geti stundað nám að vetri. Hinn félagslegi þáttur þess að unglingar sitji ekki iðjulausir allt sumarið ætti að vera öllum augljós. Félagsmálaráð Seltjarnarness fer þess á leit við Bæjarstjórn Seltjarnarnness að hún leiti leiða til að allir unglingar fái sumarvinnu nú í sumar sem þess óska og endurskoði fyrirkomulag sumarvinnu svo að vandamál þetta komi ekki upp á hverju vori."

Fleira ekki gert.

Fundi slitið kl. 19:04

Snorri Aðalsteinsson (sign), Sigrún Hv. Magnúsdóttir (sign)

Sigrún Edda Jónsdóttir (sign) Guðrún Vilhjálmsdóttir (sign) Bjarni Torfi Álfþórsson (sign)

Edda Kjartansdóttir (sign) Ingibjörg S. Benediktsdóttir (sign)



Loka
Var efnið á síðunni hjálplegt?