307. fundur Félagsmálaráðs Seltjarnarness haldinn í Mýrarhúsaskóla eldri, fimmtudaginn 17. febrúar 2005 kl. 17:00 - 18:41
Mættir: Sigrún Edda Jónsdóttir, Guðrún Brynja Vilhjálmsdóttir, Ingibjörg S. Benediktsdóttir, Sigrún Hv. Magnúsdóttir, Snorri Aðalsteinsson, Sigríður Karvelsdóttir frá dagvist á Seltjarnarnesi, Þóra Einarsdóttir öldrunarfulltrúi og Bjarni Torfi Álfþórsson sem ritaði fundargerð.
1. Málefni aldraðra. Öldrunarfulltrúi og forstöðumaður dagvistar mættu á fundinn. Sigríður gerði grein fyrir starfsemi dagvistar aldraðra sem hóf starfsemi þann 14. janúar 2005. Öll pláss í dagvist eru nýtt en auk þess eru fjórir á biðlista.
2. Fundargerð þjónustuhóps aldraðra, dags. 24. janúar 2005. Þóra og Sigríður yfirgáfu fundinn að loknum umræðum við lið 1 og 2 kl. 18:11.
3. Fundargerðir undirnefndar um jafnréttismál, dags. 29.11.04 og 19.01.05 lagðar fram. Vísað til bæjarstjórnar.
4. Beiðnir um styrki frá:
a. Daufblindrafélagi Íslands. Samþykkt að styrkja um kr. 25.000
b. Götusmiðjunni. Erindinu synjað.
c. Kvennathvarfi. Samþykkt að styrkja um kr. 100.000
d. Kvennaráðgjöfunni. Samþykkt að styrkja um kr. 35.000
e. Mæðrastyrksnefnd. Erindinu synjað.
f. Sólheimum, Grímsnesi. Erindinu synjað.
g. Stígamótum. Samþykkt að styrkja um kr. 75.000
5. Trúnaðarmál.
1. Trúnaðarmál fært í trúnaðarmálabók 1. mál
2. Trúnaðarmál fært í trúnaðarmálabók 2. mál
3. Trúnaðarmál fært í trúnaðarmálabók 3. mál
Fleira ekki gert.
Fundi slitið kl. 18:34
Snorri Aðalsteinsson (sign), Sigrún Hv. Magnúsdóttir (sign), Sigrún Edda Jónsdóttir (sign), Guðrún Br. Vilhjálmsdóttir (sign), Bjarni Torfi Álfþórsson (sign), Edda Kjartansdóttir (sign), Ingibjörg S. Benediktsdóttir (sign)