471. fundur Fjölskyldunefndar var haldinn þriðjudaginn 12. mars 2024, kl. 08:15 í fundarsal bæjarskrifstofa Seltjarnarnesbæjar.
Fundinn sátu: Hildigunnur Gunnarsdóttir (formaður), Dagbjört S. Oddsdóttir, Svana Helen Björnsdóttir, Sigurþóra Bergsdóttir og Björg Þorsteinsdóttir.
Fundarritari: Baldur Pálsson, sviðsstjóri fjölskyldusviðs og starfsmaður nefndar.
Gestir: Ása Kristín Einarsdóttir verkefnastjóri forvarna- og frísundastarfs tók þátt í fundinum undir 3. dagskárlið.
1. 2023110101 - Stefna í málefnum eldra fólks á Seltjarnarnesi.
Fjölskyldunefnd samþykkir skipan fimm manna starfshóps sem samanstendur af einum fulltrúa frá
meirihluta, einum fulltrúa frá minnihluta, tveimur fulltrúum frá fjölskyldusviði Seltjarnarnesbæjar
og einum fulltrúa frá FEB-SEL.
2. 2023100099 - Uppbyggingaráætlun í búsetuúrræðum fyrir fatlað fólk á Seltjarnarnesi.
Fjölskyldunefnd samþykkir skipan fjögurra manna starfshóps sem samanstendur af einum fulltrúa
frá meirihluta, einum fulltrúa frá minnihluta og tveimur fulltrúum frá fjölskyldusviði
Seltjarnarnesbæjar.
Ása Kristín Einarsdóttir kom til fundar kl. 08:30.
3. 2022080045 - Forvarnastarf og endurgerð forvarnastefnu Seltjarnarnesbæjar.
Fjölskyldunefnd samþykkir tillögu að Forvarna- og lýðheilsustefnustefnu Seltjarnarnesbæjar til
umsagnar hagaðila sem komu að gerð stefnunnar. Svarfrestur ef gefinn til 22. mars nk. og stefnt
er að því að leggja stefnuna fram til samþykktar á fundi fjölskyldunefndar 16. apríl.
Ása Kristín Einarsdóttir vék af fundi kl. 09:08.
4. 2024030032 - Félagslegt leiguhúsnæði – eignasafn.
Sviðsstjóri gerði grein fyrir eignasafni sveitarfélagsins þegar kemur að félagslegu leiguhúsnæði
annars vegar og eftirspurn eftir félagslegu leiguhúsnæði hins vegar.
Fjölskyldunefnd samþykkir að samsetning eignasafns verði endurskoðuð m.t.t. þess að skapa meiri
sveigjanleika til að mæta eftirspurn. Fjöldi félagslegra leiguíbúða skal þó ekki skerðast við þá
endurskoðun. Nefndin óskar eftir því að sviðsstjóri fylgi málinu eftir með bæjarráði.
Fleira var ekki tekið fyrir á fundinum.
Fundi slitið kl. 09:40.