460. fundur Fjölskyldunefndar var haldinn þriðjudaginn 23. ágúst 2022, kl. 08:00 í fundarsal bæjarskrifstofu Seltjarnarnesbæjar.
Mættir: Hildigunnur Gunnarsdóttir, Dagbjört Snjólaug Oddsdóttir, Hákon Jónsson, Sigurþóra Bergsdóttir og Björg Þorsteinsdóttir. Baldur Pálsson sviðsstjóri fjölskyldusviðs sat einnig fundinn.
Fundarstjóri: Hildigunnur Gunnarsdóttir
Fundargerð ritaði: Baldur Pálsson
Í upphafi fundar var Dagbjört Snjólaug Oddsdóttir kjörin varaformaður nefndarinnar og Baldur Pálsson ritari. Farið yfir erindisbréf nefndarinnar og sviðsstjóri gerði grein fyrir þeim málaflokkum sem heyra undir hana.
Dagskrá:
1. 2021060079 - Reglur Seltjarnarnesbæjar um stuðning við börn og fjölskyldur þeirra.
Fjölskyldunefnd samþykkir tillögu að reglum Seltjarnarnesbæjar um stuðning við börn og fjölskyldur þeirra með fyrirvara um samþykki bæjarráðs.
Eftirfarandi fyrirspurn var lögð fram sem bókun undir 1. dagskrárlið:
1. Hver er áætlaður fjöldi barna á Seltjarnarnesi sem flokkast undir þessar reglur um þörf á stuðningi?
2. Hvernig er aldursskipting þessara barna?
3. Varðandi stuðning sem tilgreindur er í reglunum. Eru öll þessi úrræði til staðar? Hver veitir þau?
4. Er til fjármagn í þennan stuðning miðað við fjöldann sem þarf stuðning
5. Hvert er hlutverk skóla og frístundastarfs þegar kemur að þessum stuðningi?
Sigurþóra Bergsdóttir
Björg Þorsteinsdóttir
2. 2022080045 - Endurskoðun forvarnastefnu Seltjarnarnesbæjar
Lögð var fram tillaga um endurskoðun forvarnastefnu Seltjarnarnesbæjar og að skipaður yrði starfshópur til að vinna að henni.
Sviðsstjóra var falin eftirfylgni við málið.
3. 2022080046 - Endurskoðun jafnrættisáætlunar Seltjarnarnesbæjar
Lögð var fram tillaga um endurskoðun jafnréttisáætlunar Seltjarnarnesbæjar og að skipaður yrði starfshópur til að vinna að henni.
Sviðsstjóra var falin eftirfylgni við málið.
4. 2022050271 - Þjónusta við íbúa að Eiðismýri 30
Afgreiðslu málsins var frestað til næsta fundar.
5. 2022030144 - Móttaka flóttafólks frá Úkraínu
Sviðsstjóri gerði grein fyrir móttöku flóttafólks sem flust hefur til Seltjarnarness.
6. 2022080126 - Fjárhagsaðstoð, reglur sveitarfélagsins og staða fjárhagsaðstoðar
Samþykktir Seltjarnarnesbæjar um fjárhagsaðstoð voru lagðar fram til kynningar og sviðsstjóri gerði grein fyrir þróun fjárhagsaðstoðar og stöðu m.v. fjárhagsáætlun.
Fleira var ekki tekið fyrir á fundinum.
Fundi var slitið kl. 09:35.