Fara í efni

Fjölskyldunefnd

18. október 2022

462. fundur Fjölskyldunefndar var haldinn þriðjudaginn 18. október 2022, kl. 08:00 í fundarsal bæjarskrifstofa Seltjarnarnesbæjar.

Mættir: Hildigunnur Gunnarsdóttir, Inga Þóra Pálsdóttir, Hákon Jónsson, Árný Hekla Marinósdóttir og Björg Þorsteinsdóttir. Jóhanna Ósk Ásgerðardóttir umsjónarkona málefna fatlaðs fólks á Seltjarnarnesi og Baldur Pálsson sviðsstjóri fjölskyldusviðs sátu einnig fundinn.

Fundi stýrði: Hildigunnur Gunnarsdóttir

Fundargerð ritaði: Baldur Pálsson


1. 2022100076 - Samráð og samstarf á höfuðborgarsvæðinu um velferðarþjónustu

Fjölskyldunefnd gerir ekki athugasemdir við drög að endurnýjuðum samningi um samráð og samstarf á höfuðborgarsvæðinu um velferðarþjónustu.


2. 2022100122 - Sérstakur tómstundastyrkur

Fjölskyldunefnd frestar afgreiðslu málsins.

Nefndin óskar jafnframt eftir því að fjölskyldusvið kynni 16. gr. reglna Seltjarnarnesbæjar um fjárhagsaðstoð sérstaklega fyrir starfsfólki fjölskyldusviðs, íþróttafélags og foreldrafélögum leik- og grunnskóla.


3. 2022080045 - Endurskoðun forvarnastefnu Seltjarnarnesbæjar

Fjölskyldunefnd staðfesti samsetningu starfshóps til endurskoðunar forvarnastefnu Seljtarnarnesbæjar.

Fjölskyldunefnd gerir jafnframt ráð fyrir því að forvarnafulltrúi taki sæti í starfshópnum þegar hann kemur til starfa.


4. 2022080046 - Endurskoðun jafnrættisáætlunar Seltjarnarnesbæjar

Fjölskyldunefnd staðfesti samsetningu starfshóps til endurskoðunar jafnréttisáætlunar Seljtarnarnesbæjar.


5. 2022050271 - Þjónusta við íbúa að Eiðismýri 30

Sviðsstjóri fjölskyldusviðs gerði grein fyrir stöðu málsins.


Jóhanna Ósk Ásgerðardóttir kom til fundar kl. 09:10.


6. 2022100125 - Málefni fatlaðs fólks – greinargerð um þjónustu Seltjarnarnesbæjar

Jóhanna Ósk Ásgerðardóttir gerði grein fyrir þjónustu á vegum Seltjarnarnesbæjar í þágu fatlaðs fólks.


Fleira var ekki tekið fyrir á fundinum.


Fundi var slitið kl. 09:40.

Loka
Var efnið á síðunni hjálplegt?