458. fundur Fjölskyldunefndar var haldinn þriðjudaginn 26. apríl 2022, kl. 08:00 í fundarsal bæjarskrifstofa Seltjarnarnesbæjar.
Mættir: Bjarni Torfi Álfþórsson, Sjöfn Þórðardóttir, Sigurþóra Bergsdóttir Árni Á. Árnason og Ragnar Jónsson. Ester Lára Magnúsdóttir félagsráðgjafi og Baldur Pálsson sviðsstjóri fjölskyldusviðs sátu einnig fundinn.
Fundi stýrði: Bjarni Torfi Álfþórsson
Fundargerð ritaði: Baldur Pálsson sviðsstjóri
1. 2022020028 - Innleiðing laga um samþættingu þjónustu í þágu farsældar barna
Sviðsstjóri fjölskyldusviðs gerði grein fyrir stöðu innleiðingar laganna.
2. 2022020162 - Mál kærunefndar húsamála nr. 11/2022
Lagt fram til kynningar.
Ester Lára Magnúsdóttir vék af fundi kl. 08:20.
3. 2022030144 - Móttaka flóttafólks frá Úkraínu
Sviðsstjóri fjölskyldusviðs gerði grein fyrir stöðu mála og móttöku fólks til Seltjarnarness.
4. 2021050124 - Reglur um styrki til náms, verkfæra- og tækjakaupa fatlaðs fólks með langvarnadi stuðningsþarfir
Afgreiðslu málsins var frestað til næsta fundar.
Fleira var ekki tekið fyrir á fundinum.
Fundi var slitið kl. 08:35.