456. fundur Fjölskyldunefndar var haldinn þriðjudaginn 14. desember 2021, kl. 08:00 í fundarsal bæjarskrifstofa Seltjarnarnesbæjar.
Mættir: Bjarni Torfi Álfþórsson, Sjöfn Þórðardóttir, Sigurþóra Bergsdóttir, Árni Á. Árnason og Ragnar Jónsson. Ester Lára Magnúsdóttir félagsráðgjafi, Ragna Sigríður Reynisdóttir deildarstjóri barnaverndar, Jóhanna Ósk Ó. Ásgerðardóttir, ráðgjafarþroskaþjálfi, og Baldur Pálsson sviðsstjóri fjölskyldusviðs sátu einnig fundinn.
Fundi stýrði Bjarni Torfi Álfþórsson
Fundargerð ritaði Baldur Pálsson
- Ný skipan barnaverndarmála -málsnr. 2021120023.
Sviðsstjóri kynnti nýja skipan barnaverndarmála frá upphafi næsta kjörtímabils. Fjölskyldunefnd samþykkir að sótt verði um undanþágu fyrir því að barnaverndarþjónusta verði áfram starfrækt í sveitarfélaginu, eftir innleiðingu nýrrar skipanar barnaverndarmála.
ELM vék af fundi kl. 08:25.
- Úrskurður vegna synjunar beiðni um afhendingu gagna -málsnr. 2020040178.
Lagt fram til kynningar. Fjölskyldunefnd felur deildarstjóra barnaverndar eftirfylgni við málið.
RSR vék af fundi og JÓÓÁ kom til fundar kl. 08:35.
- Reglur um úthlutun íbúða í sértæku húnæðisúrræði fyrir fatlað fólk -málsnr. 2021120109.
Jóhanna Ósk Ó. Ásgerðardóttir kynnti tillögu að úthlutunarreglum fyrir sértækt húsnæðisúrræði fyrir fatlað fólk. Fjölskyldunefnd vísar tillögunum til notendaráðs málefna fatlaðs fólks til umsagnar.
- Tillaga að samsetningu inntökuteymis vegna úthlutunar íbúða í sértæku húsnæðisúrræði fyrir fatlað fólk -málsnr. 2021120110.
Jóhanna Ósk Ó. Ásgerðardóttir kynnti tillögu að samsetningu inntökuteymis fyrir sértækt húsnæðisúrræði fyrir fatlað fólk. Fjölskyldunefnd vísar tillögununni til notendaráðs málefna fatlaðs fólks til umsagnar.
JÓÓÁ vék af fundi kl. 08:50.
- Fundir fjölskyldunefndar árið 2022 -málsnr. 2021120111.
Fjölskyldunefnd samþykkti eftirfarandi fundardaga árið 2022: 18. janúar, 8. febrúar, 15. mars, 19. april, 17. maí, 16. ágúst, 18. október, 15. nóvember og 13. desember
Fundi var slitið kl. 08:55.