442. fundur Fjölskyldunefndar var haldinn föstudaginn 3. apríl 2020, kl. 08:15 sem fjarfundur.
Mættir: Bjarni Torfi Álfþórsson, Árni Ármann Árnason, Sjöfn Þórðardóttir og Sigurþóra Bergsdóttir. Ragna Sigríður Reynisdóttir, deildarstjóri barnaverndar, Halldóra Jóhannesdóttir Sankó, þroskaþjálfi, Ester Lára Magnúsdóttir, félagsráðgjafi, og Baldur Pálsson, sviðsstjóri fjölskyldusvið sátu einnig fundinn.
Fundi stýrði Bjarni Torfi Álfþórsson
Fundargerð ritaði Baldur Pálsson
- Starfsemi félagsþjónustu Seltjarnarnesbæjar á tímum farsóttar -málsnr. 2020040010.
Sviðsstjóri og starfsfólk félagsþjónustu gerðu grein fyrir starfseminni í marsmánuði, helstu áskorunum og stöðunni í dag. - Bréf frá Barnaverndarstofu -málsnr. 2020040017.
Lagt fram til kynningar. - Umsókn um fjárstyrk vegna lögmannskostnaðar -2019030057.
Fjölskyldunefnd samþykkir styrkveitingu í samræmi við reglur Seltjarnarnesbæjar. - Barnavernd -málsnr. 2018110050.
Fjölskyldunefnd frestar afgreiðslu málsins. - Barnavernd -málsnr. 2018110050.
Fært í trúnaðarmálabók. - Barnavernd -málsnr. 2016120063.
Fjölskyldunefnd felur sviðsstjóra og fulltrúum Barnaverndar eftirfylgni við málið. - Beiðni um lækkun leigu v. félagslegs húsnæðis -málsnr. 2019090132.
Fjölskyldunefnd óskar frekari gagna vegna málsins og frestar afgreiðslu þess. - Erindi vegna synjunar um fjárhagsaðstoð -málsnr. 2020020012.
Fjölskyldunefnd frestar afgreiðslu málsins. - Erindi vegna synjunar Seltjarnarnesbæjar á greiðslu leigutryggingar og beiðni um fjárhagsaðstoð -málsnr. 2020020101.
Fjölskyldunefnd staðfestir synjun beiðni um leigutryggingu, en beiðni um fjárhagsaðstoð skal tekin til skoðunar.
Ákveðið var að næsti fundur Fjölskyldunefndar skuli haldinn föstudaginn 17. apríl kl. 8:15.
Fleira var ekki tekið fyrir á fundinum.
Fundi var slitið kl. 9:45.
Bjarni Torfi Álfþórsson (sjá rafræn staðfesting)
Árni Ármann Árnason (sjá rafræn staðfesting)
Sjöfn Þórðardóttir (sjá rafræn staðfesting)
Sigurþóra Bergsdóttir (sjá rafræn staðfesting)