Fara í efni

Fjölskyldunefnd

304. fundur 18. nóvember 2004

304. fundur Félagsmálaráðs Seltjarnarness haldinn í Mýrarhúsaskóla eldri, fimmtudaginn 18. nóvember 2004 kl. 17:00 - 18:05

Mættir: Sigrún Edda Jónsdóttir, Guðrún Brynja Vilhjálmsdóttir, Edda Kjartansdóttir, Ingibjörg S. Benediktsdóttir, Berglind Magnúsdóttir, Snorri Aðalsteinsson og Sigrún Hv. Magnúsdóttir

1. Trúnaðarmál.

1.1 Trúnaðarmál fært í trúnaðarmálabók 1. mál

1.2 Trúnaðarmál fært í trúnaðarmálabók 2. mál

1.3 Trúnaðarmál fært í trúnaðarmálabók 3. mál

1.4 Trúnaðarmál fært í trúnaðarmálabók 4. mál

1.5 Trúnaðarmál fært í trúnaðarmálabók 5. mál

2. Umsóknir um styrk frá Femínistafélagi Íslands vegna femínistaviku. Samþykkt að styrkja um 10.000.- kr.

3. Leiguíbúðir. Félagsmálastjóri greindi frá breytingum varðandi 2 íbúðir.

4. Lögð fram fundargerð undirnefndar um jafnréttismál, dags. 26.10.2004. Ákveðið að nefndin haldi fund næst þann 29.11.2004, kl. 16:30

5. Fundarboð frá Jafnréttisstofu þar sem boðað er til samráðsfundar við jafnréttisnefndir sveitarfélaga 10.12.04 á Akureyri. Samþykkt að beina því til Jafnréttisstofu að boðið verði upp á fundaraðstöðu með fjarfundarbúnaði á höfuðborgarsvæðinu. Félagsmálastjóra falið að koma erindinu áleiðis til Jafnréttisstofu.

6. Lögð fram dagskrá málþings um meðferð viðkvæmra persónuupplýsinga í stjórnsýslu sveitarfélaga. Samtök félagsmálastjóra standa að námskeiðinu í samvinnu við Samband íslenskra sveitarfélaga. Félagsmálastjóri upplýsti að í tengslum við málþingið yrði haldinn haustfundur félagsmálastjóra hér á Seltjarnarnesi.

Fleira ekki gert.

Fundi slitið kl. 18:05

Sigrún Edda Jónsdóttir (sign), Snorri Aðalsteinsson (sign), Sigrún Hv. Magnúsdóttir (sign), Guðrún Br. Vilhjálmsdóttir (sign) Berglind Magnúsdóttir (sign), Edda Kjartansdóttir (sign) Ingibjörg S. Benediktsdóttir (sign)



Loka
Var efnið á síðunni hjálplegt?