431. fundur Fjölskyldunefndar Seltjarnarness haldinn í Mýrarhúsaskóla eldri, fimmtudaginn 28. febrúar 2019 kl. 17:00 – 17:45
Mættir: Bjarni Torfi Álfþórsson, Árni Ármann Árnason, Sjöfn Þórðardóttir, Ragnar Jónsson og Sigurþóra Bergsdóttir. Snorri Aðalsteinsson sat fundinn og ritaði fundargerð.
-
Trúnaðarmál - fjárhagsaðstoð, fært í trúnaðarmálabók 1. mál.
-
Samningur við aðila um skammtímafósturheimili fyrir börn kynntur. Fjölskyldunefnd samþykkir hann og vísar honum til bæjarráðs.
-
Samstarf um gistináttagjald í neyðarskýlum Velferðarsviðs. Erindi Velferðarsviðs Reykjavíkurborgar um samning vegna gistináttagjalds vegna Seltirninga. Fjölskyldunefnd mælir með að samþykkja samninginn og vísar honum til bæjarráðs.
-
Breytingar á viðmiðunartölum v.umsækjenda um félagslegar leiguíbúðir. Kynntar mismunandi nálgunarleiðir í viðmiðunartekjumörkum hjá umsækjendum um félagslegar íbúðir. Vísað til kynningar í bæjarráði.
-
Ferðaþjónusta fatlaðs og aldraðs fólks, endurskoðuð þjónustulýsing og samræmdar reglur lagðar fram til kynningar.
-
Breytingar á dagvist aldraðra. Félagsmálastjóri sagði frá fundi með íbúum á Skólabraut 3 – 5 sem húsfélagið þar boðaði til 22.2. um breytingar sem verða í húsinu með flutningi dagvistarinnar.
-
Önnur mál. Starfsmannamál.
Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 17:45
Bjarni Torfi Álfþórsson (sign), Árni Ármann Árnason (sign), Sjöfn Þórðardóttir (sign), Ragnar Jónsson (sign), Sigurþóra Bergsdóttir (sign), Snorri Aðalsteinsson (sign)