Fara í efni

Fjölskyldunefnd

20. nóvember 2018

428. fundur Fjölskyldunefndar Seltjarnarness haldinn í Mýrarhúsaskóla eldri, þriðjudaginn 20. nóvember 2018 kl. 17:00 – 18:30

Mættir: Bjarni Torfi Álfþórsson, Árni Ármann Árnason, Sjöfn Þórðardóttir, Ragnar Jónsson og Sigurþóra Bergsdóttir. Snorri Aðalsteinsson sat fundinn og ritaði fundargerð. Kristín Jónsdóttir félagsráðgjafi og Ástríður Halldórsdóttur félagsráðgjafi sátu einnig fundinn undir 1. og 2. lið. Ásrún Jónsdóttir deildarstjóri undir lið 3

  1. Trúnaðarmál - barnavernd, fært í trúnaðarmálabók 1. mál.

  2. Trúnaðarmál – barnavernd, fært í trúnaðarmálabók 2. mál.

  3. Trúnaðarmál – barnavernd, fært í trúnaðarmálabók 3. mál.

  4. Kynntar tillögur að stofnun notendaráðs um málefni fatlaðs fólks á grundvelli 2. mgr. 42.gr.laga um félagsþjónustu sveitarfélaga. Lögð fram drög að erindisbréfi. Ásrún Jónsdóttir deildarstjóri kynnti málið. Félagsmálastjóri upplýsti að Velferðarráðuneytið hefði veitt 650.000 kr. styrk til Seltjarnarnessbæjar til þess að styðja við starfsemi notendaráðs í málefnum fatlaðs fólks. Samþykkt að vísa drögum að erindisbréfinu til bæjarráðs.

  5. Tillaga að fyrirkomulagi áframhaldandi samstarfs um ferðaþjónustu fatlaðs fólks kynnt, skv.bréfi SSH dags 6.11.18. Einnig lögð fram úttekt NOR ehf og nánari greining á verkefninu. Fjölskyldunefnd vísar málinu til bæjarráðs og óskar eftir að vera viðstödd kynningu á málinu í bæjarráði.

  6. Gjaldskrárbreytingar. Kynntar tillögur félagsmálastjóra að breyttri gjald skrá vegna heimaþjónustu og breytingar á gjaldskrá vegna seldra máltíða til eldra fólks og kaffi og meðlætis auk gjalds í þvottavélar. Frestað til næsta fundar í desember.

  7. Trúnaðarmál. – erindi v.barnaverndar til fjölskyldunefndar rætt.

Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 18:30

Bjarni Torfi Álfþórsson (sign), Árni Ármann Árnason (sign), Sjöfn Þórðardóttir (sign), Ragnar Jónsson (sign), Sigurþóra Bergsdóttir (sign), Snorri Aðalsteinsson (sign)

 Þórðardóttir (sign), Ragnar Jónsson (sign), Sigurþóra Bergsdóttir (sign), Snorri Aðalsteinsson (sign)
Loka
Var efnið á síðunni hjálplegt?