Fara í efni

Fjölskyldunefnd

22. maí 2018

424. fundur Fjölskyldunefndar Seltjarnarness haldinn í Mýrarhúsaskóla eldri, þriðjudaginn 22. maí 2018 kl. 17:00 – 18:50

Mættir: Guðrún B. Vilhjálmsdóttir, Árni Ármann Árnason, Halldóra Jóhannesdóttir Sanko og Laufey Gissurardóttir. Snorri Aðalsteinsson sat fundinn og ritaði fundargerð. Kristín Jónsdóttir yfirfélagsráðgjafi sat einnig fundinn.

  1. 1.1 Trúnaðarmál - barnavernd, fært í trúnaðarmálabók 1. mál.
    1.2 Trúnaðarmál - barnavernd, fært í trúnaðarmálabók 2. mál.
    1.3 Trúnaðarmál – Erindi úrskurðarnefndar um velferðarmál, 3.mál.
    1.4 Trúnaðarmál – yfirlit yfir afgreiðslur trúnaðarmálafunda frá 1.1.18 – 30.4.18
  2. Barnavernd. Rædd útgjaldaaukning á þessu ári og spurst fyrir um afgreiðslu bæjarráðs á erindi frá félagsmálastjóra, dags. 30.04.18, í framhaldi af umræðum og bókun á síðasta fundi. Það er mat nefndarinnar að hagkvæmara sé í mörgum tilvikum að ráða tilsjónarmenn/stuðningsfulltrúa í barnaverndarmál en að kaupa slíka þjónustu af verktökum. Einnig rætt um aukin kostnað vegna vistunar barna og framlög Barnaverndarstofu þegar um er að ræða styrkt fósturheimili.
  3. Fundargerð áfengis- og vímuvarnarhóps frá 8. maí s.l. lögð fram og rædd. Einnig lögð fram skýrsla Rannsóknar og greiningar á högum og líðan ungs fólks: Lýðheilsa ungs fólks á Seltjarnarnesi, niðurstöður rannsóknar meðal nemenda í 8., 9. og 10. bekk árið 2018“ sem framkvæmd var í febrúar s.l. Ræddar helstu niðurstöður skýrslunnar og eru starfsmenn bæjarins sem sinna málefnum barna og ungmenna hvattir til að vera vakandi yfir velferð þeirra. Þá er mikilvægt að foreldrar sjái til þess að útivistartíma barna sé virtur og mælt með að stuðlað verði að því að taka sem fyrst upp foreldrarölt aftur.
  4. Önnur mál.
    A. Laufey vakti athygli á viðbótarframlögum vegna þjónustu við fatlað fólk sem finna má upplýsingar um inn á heimasíðu Sambands íslenskra sveitarfélaga. http://www.samband.is/frettir/fjarmal/nr/3472

    B. Laufey spurðist fyrir um bréf foreldris fatlaðs einstaklings til bæjarstjórnar. Félagsmálastjóri upplýsti um málið og ætlar að kanna erindið nánar.

    C. Fyrirspurn um hvernig miðaði undirbúningi byggingar íbúðakjarna fyrir fatlað fólk við Kirkjubraut og hvar málið væri sttt. Félagsmálastjóra falið að kanna stöðu málsins.
  5. Formaður þakkaði fundarmönnum gott samstarf á kjörtímabilinu og sleit fundi.

Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 18:50

Guðrún B Vilhjálmsdóttir (sign), Árni Ármann Árnason (sign), Halldóra Jóhannesdóttir Sanko (sign), Laufey Gissurardóttir (sign) og Snorri Aðalsteinsson (sign)

Loka
Var efnið á síðunni hjálplegt?