Fara í efni

Fjölskyldunefnd

20. mars 2018

422. fundur Fjölskyldunefndar Seltjarnarness haldinn í Mýrarhúsaskóla eldri við Nesveg, fimmtudaginn 20. mars 2018 kl. 17:00 – 18:48

Mættir: Guðrún B. Vilhjálmsdóttir, Árni Ármann Árnason, Halldóra Jóhannesdóttir Sanko, og Laufey Gissurardóttir. Snorri Aðalsteinsson sat einnig fundinn og ritaði fundargerð. Einnig sátu fundinn Kristín Jónsdóttir yfirfélagsráðgjafi og Ástríður Halldórsdóttir félagsráðgjafi.

  1. Búsetukjarni fyrir fatlað fólk – Formaður fjölskyldunefndar og félagsmálastjóri greindu frá stöðu málsins. Kynningarfundur var haldinn í Valhúsaskóla s.l.þriðjudag þar sem kynnt var staðsetning og breytingar á aðal- og deiliskipulagi. Fundarmenn lýsa ánægju sinni með að málið sé komið af stað.

  2. Frumvarp til laga um almenn hegningarlög (bann við umskurði drengja) 114. mál. Óskað er umsagnar barnaverndarnefndar. Nefndin sér ekki ástæðu til að veita umsögn um frumvarpið.

  3. Fræðsla fyrir stuðningsfulltrúa og þjálfara Gróttu varðandi börn og ungmenni með greiningar. Samþykkt að fela starfsmönnum að funda með Gróttu og grunnskólanum um hvernig best sé að standa að þessari fræðslu.

  4. Breytingar á verklagi varðandi umsagnir barnaverndarnefnda, bréf Barnaverndar-stofu dags. 13.02.18 lagt fram og kynnt.

  5. Bréf Barnaverndarstofu, dags. 12.02.18. Í bréfinu er óskað eftir upplýsingum um úrræði á vegum bæjarfélagsins skv. 84. gr barnaverndarlaga. Starfsmönnum falið að kanna möguleika á samstarfi við önnur bæjarfélög um sameiginleg skammtímaúrræði skv. 84.grein barnaverndarlaga.

  6. Fræðslufundur um rétt til upplýsinga og gagna hjá barnaverndarnefndum sem haldinn var á vegum Barnaverndarstofu 5.3.18 Kristín Jónsdóttir sagði frá fundinum og dreifði upplýsingum um helstu atriði hans.

  7. Trúnaðarmál. 4 mál, barnaverndarmál (3) og fjárhagsaðstoð (1) Erindi Úrskurðarnefndar um velferðarmál. Færð í trúnaðarmálabók, trúnaðarmál 7.1, 7.2., 7.3. og 5.4

  8. Önnur mál. Fyrirspurn um mötuneytismál og heimsendan mat.

Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 18:48

Guðrún B Vilhjálmsdóttir (sign), Halldóra Jóhannesdóttir Sanko (sign), Laufey Gissurardóttir (sign), Árni Á Árnason (sign) og Snorri Aðalsteinsson (sign)

Loka
Var efnið á síðunni hjálplegt?