416. fundur Fjölskyldunefndar Seltjarnarness haldinn í Mýrarhúsaskóla eldri við Nesveg, fimmtudaginn 28. september 2017 kl. 17:00 – 18:10
Mættir: Guðrún B. Vilhjálmsdóttir, Árni Ármann Árnason, Halldóra Jóhannesdóttir Sanko og Laufey Gissurardóttir. Snorri Aðalsteinsson sat einnig fundinn.
-
Sérstakur húsnæðisstuðningur, tillögur félagsmálastjóra um breytt viðmið í núgildandi reglum kynntar og ræddar. Fjölskyldunefnd er samþykkir breytingarnar og vísar þeim til bæjarráðs.
-
Trúnaðarmál – Yfirlit yfir afgreiðslur málafunda 1.5.17 – 31.8.17 Lagt fram og fyrirspurnum svarað.
-
Fundargerð Öldungaráðs Seltjarnarness, dags 18.9.17. Fundargerðin lögð fram.
-
Drög að leiðbeinandi reglum velferðarráðuneytisins um úthlutun félagslegs leiguhúsnæðis. Óskað umsagnar. Fjölskyldunefnd sér ekki ástæðu til að gefa umsögn á þessu stigi.
-
Niðurstöður könnunar Velferðarvaktar á kostnaðarþátttöku grunnskólanema vegna skólagagna s.s. ritfanga og pappírs lagðar fram og kynntar.
-
Fjárhagsáætlun 2018. Félagsmálastjóri gerði grein fyrir vinnuferlinu og tímasetningum.
-
Önnur mál:
a. Gerð grein fyrir stöðu erinda sem spurst var fyrir um á síðasta fundi og eiga eftir að fá umföllun bæjarráðs.
b. Greint frá ákvörðun bæjarráðs um lóð fyrir búsetukjarna fatlaðs fólks.
c. Greint frá úttekt Capasent á stjórnun og stjórnskipulagi félagsþjónustusviðs Seltjarnarness.
d. Rætt um stofnun fagteymis í málefnum fatlaðs fólks.
Næsti fundur ákveðinn þriðjudaginn 24. október 2017 kl 17:00
Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 18:10
Guðrún B Vilhjálmsdóttir (sign), Halldóra Jóhannesdóttir Sanko (sign), Laufey Gissurardóttir (sign), Árni Ármann Árnason (sign) og Snorri Aðalsteinsson (sign)